Að komast (loksins) á áttræðisaldurinn

Þegar ég átti stórafmæli fyrir hartnær ellefu árum fannst mér mjög spennandi að vera komin á sjötugsaldur, en ónei, ekki fékk ég nú lengi að njóta þess. Ótrúlegasta fólk reyndi allt hvað af tók að fá mig ofan af þeirri firru að með því að verða sextug væri ég komin á sjötugsaldur, það ætti ekki að verða fyrr en ég yrði 61 árs. 

Bráðum er ár síðan ég varð sjötug og ég hef þagað þunnu hljóði yfir því að vera komin á áttræðisaldurinn, þótt ég efist ekki andartak um að svo sé. Hins vegar nenni ég ekki aftur að taka þennan slag. Biðin er brátt á enda og þá ætla ég svo sannarlega að fagna því upphátt að vera komin á áttræðisaldurinn. Mér finnst það auðvitað bæði guðsþakkarvert og svolítið fyndið líka, af því ég hef aldrei almennilega náð mér uppúr því að vera átján. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband