Veđur, andrúmsloft, stemning eđa eitthvađ allt annađ

Á fimmtudögum hittumst viđ félagar úr Vatnslitafélaginu og málum saman. Í annríki dagsins er gott ađ eiga svona frátekinn tíma, en lengst af málađi ég mest af mínum myndum á vinnustofunni minni (pínulitlu) heima, og stundum lá reyndar meira og minna allt heimiliđ undir. Vatnslitur heillađi mig til ađ byrja međ ađallega af ţví hann var svo miklu ,,nettari" en grafíkin og olían. Og vissulega getur ţađ veriđ ţannig, en fyrr en varir er ţessi iđja farin ađ leggja undir sig ćđi mikiđ pláss. Hef betra pláss frátekiđ í húsinu okkar sem viđ erum ađ gera upp. Held ađ félagsskapurinn ráđi ţví ekki ađ ég er ađ verđa svolítiđ dramatískari en ég var í vatnslitamyndunum mínum. Ađferđin sem ég er ađ prófa mig áfram međ býđur einfaldlega upp á svolitlar sviptingar. Var fariđ ađ langa ađ skođa myndirnar mínar frá ţessu ári (mestmegnis) í samhengi, ţetta eru síđur en svo allar, kaffihúsamyndirnar mínar frá Fuerteventura seldust jafnóđum, ţar sem írska kaffistúlkan hún Erin var orđin umbođsmađur minn á öđrum degi (á hagstćđu verđi af ţví viđ okrum ekki á vinum Erinar). Kallamyndirnar mínar eru líka međfram öđrum í vinnslu, eftir 42 kvennamyndir tók ég til viđ kallamyndir og fullt af kynjum eftir. Ţađ verđur gaman. En smá dramatík, veđur, andrúmsloft, stemning eđa eitthvađ allt annađ. Sú nýjasta, frá í dag, er neđst til hćgri og ţar fyrir ofan ein vikugömul. 

 2023-02-23_23-26-29


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband