Hálfnað verk þá hafið er ... og beðið eftir myrkrinu (ef það kemur)

Framkvæmdir helgarinnar fram til þessa: Búið að steypa í samskeytin milli timburgólfsins og steypta gólfsins uppi á lofti hjá okkur. Það er ágæt byrjun, þótt búið hafi verið að tæma loftið talsvert þokkalega þá hafa ansi mörg handtök farið í að lóðsa dót yfir á svalir og yfir í geymslu eða ruslakerru. Nú bíðum við eftir myrkrinu (ef það kemur) til að geta mælt mismunandi halla á gólfinu uppi, en vegna birtu sjást mælingarnar ekkert  - skil það reyndar ekki, það hlýtur að eiga að vera hægt að gera mælingar í björtu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það verður komið gott myrkur í ágúst. Gangi ykkur tryllingslega vel með þetta og ég bendi á myrkvunarrúllugardínur í IKEA, a la Jenný bloggvinkona, eða sólgleraugu til að vera með þegar mælt er.

Guðríður Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 19:28

2 identicon

Mér þykir þetta forvitnilegt - ekki nægilega dimmt til að mæla?   Hvaða aðferð er notuð þarna á Álftanesinu?

Annars, mín kæra, veitir þér nokkuð af góðri hvíld fram í ágúst?

Helga 26.5.2007 kl. 19:38

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta eru háþróaðar mælingagræjur og vanir feðgar að stýra þeim, en ég held það vanti hluta af þeim og því þarf að sjá ljósrönd á priki á nokkru færi. Það virkar ekki.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.5.2007 kl. 20:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband