Ómissandi fólk (stígur upp úr flensu)

Ég veit að Maggi Eiríks syngur um að kirkjugarðar heimsins fylli ómissandi fólk, en allt í einu í dag fannst mér ég eitthvað svo ómissandi, þrátt fyrir pestina, svo ég skrapp í vinnuna, til að fullvissa mig um að allt væri í lagi. Enginn er ómissandi, en þessi skrepputúr endaði sem fullar átta stundir, þannig að ég kom bara ótrúlega miklu í verk og er í frekar skemmtilegum verkefnum þessa dagana, þar að auki.

Ótrúlegar fréttir, ef Penzínið, sem Ari hefur alltaf viljað kaupa, þótt við séum ekkert krem-fólk, á nú að fara að gagnast við öllu frá fuglaflensu til hversdagslegs kvefs. Klínískar tilraunir munu eflaust taka sinni síma, en miðað við pestakvótann minn þá ætti ég að vera á þriðju seinustu flensunni minni núna, eftir það verður þetta bara penzínið og ég, og hægt að vera enn meira ómissandi, að eigin áliti að minnsta kosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband