Konur, ritskoðun og lífskjör í Íran

Yfirleitt fyllist ég (oft ástæðulausri) tortryggni þegar ég sé að erlendir dagskrárgerðarmenn eru að gera þætti um ástandið í framandi heimshlutum (myndi þó ekki hika við að slást í hóp þeirra ef ég væri í þessum bransa, en það er önnur saga). En ég datt inn í þátt sem mér fannst býsna góður á ríkissjónvarpinu í kvöld. Sem sagt þátt sem enskur dagskrárgerðarmaður gerði um Íran, þar sem hann tók sér fyrir hendur að skrifa grein fyrir tímarit sem höfðar til ungs fólks í Íran, efnisval hans og leiðina til að fá greinina birta, sem minnst fyrirframritskoðaða. Honum tókst að gera þáttinn þannig úr garði að örlög fólksins sem hann fjallaði um urðu síður en svo léttvæg og hann kynnti okkur fyrir fólki af holdi og blóði (og sál) sem manni var síður en svo sama um. Smá brot af starfi fyrrverandi fíkla til að halda sér frá efnunum, brot úr sögu nokkurra kvenna og Einar Bárða þeirra Írana eru minnisstæðir karakterar. Framákona með mannaforráð komst að skemmtilegri niðurstöðu um hvers vegna hún vildi frekar konur í vinnu hjá sér, frekar en karla. Sjáum til, ef hún réð konu þá reddaði hún sé sjálf kaffi, ljósritaði og faxaði fyrir sjálfa sig, en karl í sömu stöðu þyrfti ritara, þernu og símadömu. Ójá, hún sagði það. Svo sá maður að photoshop er notað í fleira en að gera fyrirsætur sléttar og grannar, bannað hár og bert hold (handleggi) má einnig fela. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þegar holdið ert bert er andinn veikur.

Ester Sveinbjarnardóttir, 19.4.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góður pistill.  Ég stend mig engan veginn í að fylgjast með því hvað er á dagskrá í sjónkanum.  Missti af þessum.  Dem.  Ekki svo oft sem við fáum að sjá þessa hlið.  Gleðilegt sumar Anna mín!

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2007 kl. 11:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband