Gott framtak og smá lexía

Gott framtak að blanda X-factor inn í þetta átak. Einkum finnst mér það ákveðið mótvægi við því sem ég hef heyrt að menn kenni kynþáttafordómum um að Alan datt snemma út, en hann var að mínu mati einn þriggja toppatriðanna, eins og fram hefur komið hér í blogginu mínu áður. Þar er ekki við X-factor fólki að sakast, því það voru atkvæði þjóðarinnar sem réðu því að hann lenti í öðru af botnsætunum. Hvað sem því líður, þau eru öll verulega snjöll og hæfileikarík og núna að leggja góðu máli lið. Það er engin spurning að Ísland ætti að hafa alla burði til að blómstra með margbreytilegt samfélag, en það þýðir ekki að það gerist af sjálfu sér, alls ekki.
mbl.is Fjölmenningarspjall á Alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vonum bara að Jógvan fái að vera áfram inni og lendi í einu af allra efstu sætunum ... þótt hann sé útlendingur  

Gott að blásið er til aðgerða gegn þessum fjanda sem kynþáttamisrétti er.  

Guðríður Haraldsdóttir, 21.3.2007 kl. 23:35

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, sannarlega, hann á það fyllilega skilið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.3.2007 kl. 23:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband