Flottir tónleikar í Fríkirkjunni - suđurríkjablús og Burt Bacharach

Tónleikar til styrktar Vímulausri ćsku í Fríkirkjunni í kvöld voru óskaplega fallegir. Efnisskráin ađ mestu lágstemmd, fjöldi trúbadora og annarra söngvaskálda fluttu frumsamda tónlist og ađra vel valda tóna. Fyrir okkur sem hrífumst auđveldlega međ góđri tónlist voru sveiflurnar miklar milli tára og taktfasts klapps sem minnti mest á stemmningu sem frekar hefđi mátt vćnta í svörtum suđurríkjamessum. Atriđin voru hvert öđru frábćrara en alla leiđina heim hljómađi ,,You gotta move" sem er gamall blús sem ég ţekkti fyrirfram ađallega frá Rolling Stones (sem aldrei eru betri en í blúsinum) og svo Hallelujah frá Helga Val trúbador, lag sem ég hef alltaf elskađ frá ţví ég heyrđi ţađ fyrst međ Cohen. Helgi Valur átti fleira skylt međ John Cale útgáfunni, en fyrst og fremst var ţetta hans eigin útgáfa. Ţessi lög hljómuđu í huganum af ţví ég ţekkti ţau fyrir, en svo voru líka minna ţekkt lög innan um sem ég gćti alveg hugsađ mér ađ fá á heilann, frumsamin og jafnvel frumflutt. Gćti vel hugsađ mér ađ heyra alla tónleikana aftur til ađ njóta enn betur. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

ummm dejligt ! langt síđan ég hef fariđ á tónleika á Íslandi. Sennilega í kringum 2003 á Hornafirđi. Ţá fór ég á tvenna tónleika,annar var  međ meistaranum Megasi og hinnvar međ KK. Ţađ var gaman. vinkona mín sem er dönsk var međ mér og hún gekk út af tónleikunum međ Megasi, fannst hann ekki góđur, skildi heldur ekkert af ţví sem hann sagđi. Hún var ţó ánćgđ međ KK ţví hann talađi af og til á dönski vegna ţess ađ hún var ţarna.

Steina 

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 9.3.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Minnir mig á annađ svolítiđ dejligt líka. Ţegar Frćbbblarnir voru ađ koma saman aftur ţá spiluđ ţeir međal annars í húsi í Kaupmannahöfn sem mig minnir ađ sé bara kallađ Huset, á 4.-5. hćđ, gengiđ inn úr porti í frábćran sal rétt fyrir neđan Strikiđ (nálćgt áströlskum bar sem ég held mikiđ uppá). Ţar vorum viđ nokkrir Íslendingar og svo Helle vinkona mín og hún sagđi hugsandi ţegar Valli fór ađ syngja: Já, ţađ eru auđvitađ 20 ár síđan ţeir komu seinast saman, hmmmm. En ég var víst eitthvađ fljót ađ leiđrétta hana og sagđi: Nei, hann hefur alltaf sungiđ svona! 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.3.2007 kl. 00:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband