Ekki alveg hćtt ađ hugsa um pólitík

Ţó ég sé ađ hugsa um ađ breyta blogginu mínu í ferđablogg og búin ađ lofa/hóta ţví ađ setja inn Facebook-stöđuna: Hćtti í pólitík og farin ađ spila golf!, ţá finnst mér ađ ef til vill sé komin ögurstund í stjórnmálum, enn einu sinni. Eftir ađ Kvennalistinn var lagđur niđur og hluti hans rann inn í Samfylkinguna, ákvađ ég ađ verđa pólitískur munađarleysingi og kunni ţví bara ágćtlega. Svo voru Vinstri grćn stofnuđ og ég tók ţátt í ţví og tókst ađ halda mér á  hliđarlínunni í áratug. Svo breyttist allt, búsáhaldabyltingin hreyfđi viđ mér eins og fleirum og ég endađi sem varaţingkona VG, en greinilega án nokkurra starfsskyldna. Löng saga og ekki merkileg. En alla vega, samviskusamlega sótti ég landsfundi og flokksráđsfundi, var ein af fimm sem ekki taldi kostina sem okkur var bođiđ upp á í samstarfi viđ Samfylkinguna nógu ađgengilega vegna ESB-mála. Sannfćrđ um ađ viđ hefđum getađ gert betur ţar, en fyrst svo var ekki var bara ađ standa sína pligt og hreyfa ţeim málum sem mér fannst ástćđa til á vettvangi flokksins.

Líklega er ég of seinţreytt til vandrćđa. Mörg skođanasystkini mín og vinir hafa horfiđ úr VG, ţví miđur. Sjálf er ég orđin langţreytt á ađ finnast ég tala viđ tómiđ. Og núna, ţegar allt í einu virđist rofa til í baráttugleđi forystu VG gegn ESB-ferlinu, af hverju er ég ţá full efasemda um ađ ţetta muni snúast rétt? Ţannig ađ ég er ekki hćtt í pólitík, en ég er (loksins) farin ađ spila golf!2012-08-04_16_59_01.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband