Gaman að vera vinstri græn

Get ekki annað en glaðst yfir góðu gengi flokksins míns, Vinstri grænna. Skilaboðin til stjórnvalda eru skýr - gildi okkar hafa náð hljómgrunni. Mér finnst sérstaklega vænt um að sjá allan þennan fjölda hugsjónakvenna slá i gegn í VG, sem eru hver annarri hæfari og baráttuglaðari. Forvalið hér á suðvesturhorninu var greinilega þeirra stund og þjóðin virðist ákveðin í að skila þeim sem flestum á þing og reyndar feministum af báðum kynjum.

Varðandi gott gengi Sjálfstæðisflokksins þá held ég að þar njóti hann nýs fólks sem gefur sig út fyrir að tala fyrir mýrki gildum og meiri umhverfisvernd en áður. Einnig þess að takast að firra sig ábyrgð á flestu því sem aflaga hefur farið að undanförnu en njóta þess sem skárra hefur verið. Og svo er þetta einfaldlega flokkur með ótrúlega mikið af ,,af því bara" fylgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband