Últra-vel heppnuð og örstutt óvissuferð með vinnunni!

Ég kann vel við húmorinn í nýju vinnunni minni.

Við vorum boðuð í dag að skoða nýtt húsnæði vinnunnar, sem tekið verður í notkun á næsta ári. Nokkrir staðir hafa komið til greina, einn sýnu óvinsælastur en verður ekki nefndur af mannúðarástæðum vegna þeirra sem vinna þar í grennd. Þegar rútan hafði tekið við okkur flestum vinnufélögunum var stormað beint áleiðis til .... staðarins sem minnstrar hylli naut. Pollýönnur leyndu vonbrigðum sínum og fundu staðnum nokkuð til síns ágætis. Rétt áður en rennt var í hlað þar, beygði rútan af leið og hélt í annað hverfi, sem hefði sennilega ekki heldur notið vinsælda, ef mannskapurinn hefði ekki verið búinn að átta sig á brandaranum. Við enduðum á algerum draumastað og ég held að flestir dauðhlakki til að flytja þangað. Fylgist með hinni æsispennandi framhaldssögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband