Ađ hćtta ađ vinna hjá sjálfri sér og fá raunverulegt helgarfrí

Ţar sem ég hef unniđ í lausamennsku allt ađ hálfa starfsćvina ţá ţekki ég ţokkalega kostina og gallana. Fyrir skemmstu datt ég niđur á starf sem var of áhugavert til ađ sleppa ţví og nú er fyrsta vinnuvikan ađ baki og ég er raunverulega komin í helgarfrí! Ţótt skammt sé til jóla og ýmis verkefni bíđi hér heima á ţessum annasama árstíma, ţá er sérkennilegt ađ kveđja vinnuna ađ loknum vinnudegi á föstudegi og taka hana ekki međ sér heim. Sofna međ góđri samvisku fyrir framan 1cimg5328.jpgsjónvarpiđ, jafnvel missa af Taggart, og finnast ekki ađ ég ćtti ađ skrifa tvćr blađsíđur í viđbót í einhverju handriti, finna til myndir, lesa yfir skýrslu eđa fara ađ vinna í mynd sem ég hef tekiđ međ mér heim. Ţađ eiga eflaust eftir ađ koma tarnir í ţessari vinnu eins og annarri, og engin vinna sem ég hef fengist viđ er alveg laus viđ kvöld og helgartarnir, en ţađ er bara eđlilegt. Og auđvitađ er kollurinn fullur af reynslu síđustu viku og alls konar pćlingar sem eltu mig heim, en ţćr eru ekki íţyngjandi, bara skemmtilegar. 

Ég sagđi ţađ stundum sem brandara ţegar ég var ađ vinna hjá sjálfri mér ađ ég hefđi ekki nógu góđan yfirmann, ţađ er ađ segja sjálfa mig. Fríin, sem ég vissulega gaf sjálfri mér, tóku oftast tillit til vinnuveitanda-Önnu en ekki Önnunni sem vann hjá ,,henni". Ţrátt fyrir fögur fyrirheit, ţá skilst mér ađ ţetta sé algengur plagsiđur sjálfstćtt starfandi fólks. Meira ađ segja ţegar mađur afmarkar tíma og fćr tćkifćri til ađ vinna viđ hugsjónirnar, ţá vill ţađ jafnvel éta upp tímann meira en nokkuđ annađ. Hins vegar er ég ánćgđ međ afraksturinn og búin ađ fá útrás fyrir ótal hugmyndir og framkvćma ţćr flestar ađ meira eđa minna leyti, og ţađ eru forréttindi. 

Enn á ég eina bók í sölu í bókabúđunum, bókina um Elfu Gísla, enn hanga uppi myndlistarsýningar á tveimur stöđum, í Veggsporti, ţar sem ég hengdi upp skvass- og tennismyndir og á Café Rót, ţar sem Kaffi og landabréf, lítiđ eitt leiđrétt, eru sýnd 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband