Indæl opnun á óheppilegum tíma

Sýningin mín í Íþróttamiðstöðunni í Lágafelli var hengd upp 4. ágúst en ákveðið hafði verið að hafa smá formlega ,,opnun" þegar ég væri komin heim frá Bandaríkjunum. Þegar tímasetningin var ákveðin, m.a. með hliðsjón af fyrri opnunum, var auðvitað ekki vitað að þetta myndi skarast við samstöðufundinn í dag. Hef smá móral af því að hafa haft fundinn af mömmu, en það var samt mjög gaman að hún skyldi vera tímanlega á opnuninni og hitta gesti og gangandi. Einhverjir gestanna höfðu látið vita að þeir myndu mæta seint og koma af fundinum. Þannig að þetta var mjög indæl opnun, gestirnir dreifust mjög mátulega á tímann sem ætlaður var fyrir hana og upphengingin hefur tekist alveg rosalega vel hjá fjölskyldunni minni. Reyndar frétti ég það að Óli hefði verið aðalmaðurinn og farið eftir skjali sem hann var með í símanum og svo komu Hanna og Ari með hjálparhönd þegar á leið og ég var síðan í tölvupóstsambandi og skoðaði afraksturinn á myndum úr símanum hans Óla í henni Ameríku. 

cimg4440.jpgSýningin verður út mánuðinn á mjög rýmilegum opnunartíma, sem sagt frá morgni til kvölds, þegar íþróttamiðstöðin er opin. Veit að slatti af fólki ætlar að skoða hana á öðrum tíma en í dag og einhverjir höfðu þegar komið, þótt ég hafi lítið auglýst hana, en að vísu hefur máttur Vikunnar, sem sagði frá henni í síðustu Viku, greinilega verið álitlegur. Sem sagt, endilega kíkið þið við og skoðið sýninguna. Er að hugsa um að láta vita hvenær ég verð á svæðinu, og þá væntanlega hér á blogginu og Facebook. Sting kannski fleiri myndum hér inn seinna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband