Nýr seðlabankastjóri á morgun, hægir á verðbólgu, gengið að styrkjast og næsta vaxtaákvörðun vonandi í rétta átt

Sú lamandi tilfinning sem flestir fundu fyrir þegar á vikunum fyrir jól, að ekkert væri verið að gera til að koma efnahagsmálum aftur á réttan kjöl var án efa einnig ein helsta undirrót búsáhaldabyltingarinnar sem varð þegar þing kom saman eftir áramót. Þá var illur grunur staðfestur, fátt hafði verið gert, ef eitthvað þá var það ekki upplýst og ekkert stóð til að gera annað en ræða brennivín og tóbak á alþingi eftir jólaleyfið.

Loksins þegar ný ríkisstjórn tók við, eftir smá upphlaup Framsóknar, voru ermar brettar upp, ákvarðanir teknar og nú erum við að byrja að sjá bjartsýnina koma til baka. Bjartsýni sem svo sárlega hefur vantað. Reyndar þykir bjartsýni virðulegri undir dulnefninu ,,jákvæðar væntingar" en niðurstaðan er sú sama, hjólin fara að snúast á nýjan leik, lamað kerfi hins opinbera og einkageirans fer að þora að setja verk af stað og búa til vinnu handa fólki. Stofnanir þora að fara að taka á vandanum sem hlaðist hefur upp í aðgerðarleysismókinu.

Það eru til lausnir á jafnvel erfiðustu málum, en þær finnast ekki meðan setið er með hendur í skauti og beðið eftir kraftaverki eða kollsteypu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband