Spennandi haust (?)

Ég held að haustið framundan eigi eftir að vera spennandi. Fyrstar skal nefna forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem að vísu virðast ætla að verða óþarflega spennandi. Gjarnan vildi ég að við hefðum betri tryggingu fyrir batnandi tíð, það er lok repúblikana-tímabilsins, en í staðinn fáum við spennu. Ennfremur eru mörg álitaefni varðandi þróun borgarmála og erfitt að henda reiður á hvernig til dæmis varðveislu húsa verður háttað undir þessum nýja meirihluta, aðeins skýrara (og verra) er þó að svo virðist sem Birtuvirkjun sé ekki alveg úr myndinni. Annað sem er ákaflega spennandi er þetta hálfkreppuskeið sem nú er skollið á, bæði alþjóðlegt og innlent. Mér finnst almennt á fólki að það ,,nenni" ekki kreppu og langi að rífa sjálft sig og samfélagið upp úr þessu ástandi, en því miður dettur mörgum ekki annað í hug en það sem upphaflega olli hluta af kreppunni, það er meiri þensla.

Hef eflaust nefnt það hér áður á blogginu, sem ég heyrði reyndar á enskri tungu fyrst, það er að setningin: May you live in interesting time, væri í rauninni kínversk bölbæn. Hvað til er í því veit ég ekki, hef ekki einu sinni googlað þetta, því það er hugsunin sem mér finnst allrar athygli verð, hvenær verða viðburðir svo markverðir að þeir geti varla verið góðir? Ja, alla vega er viðburður morgundagsins, móttaka handboltalandsliðsins, sem pestin mun kannski hindra mig í að taka þátt í, jákvæður viðburður og býsna stór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna framundan eru skemmtilegir og spennandi tímar.

Hugsaðu þér hvað verður gaman að hanga yfir öllum erlendu fréttastöðvunum í kosningunum í nóvember.

Áfram Obama.

Láttu þér batna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2008 kl. 10:03

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Allt á uppleið, bjartsýnin í samfélaginu og heilsutetrið hér heima við.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.8.2008 kl. 11:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband