Vetrarfegurđ enn og aftur og mjög ,,selectívt" minni

Er svolítiđ heilluđ af ţví hversu fallegur ţessi vetur ćtlar ađ verđa, ţessa fáu stilludaga sem viđ höfum fengiđ. Gleymast stormar og leiđindabálviđri, sem ég hef reyndar lítiđ ţurft ađ ögra ţar sem ađalvinnustađurinn minn er háaloftiđ heima. Ţetta kallast víst ađ hafa ,,selectívt" minni, svo ég brjóti nú allar reglur um ađ grauta ekki saman enskri og íslenskri stafsetningu. Ţađ er notalegt ađ skrifa stundum á ţessum afslappađa bloggvettvangi, ţar sem ég hef áskiliđ mér rétt til ađ nota ritađ talmál.

Langt síđan ég hef heillast svona mikiđ af fannfergi og vetrarham, en samt hlakka ég til ađ komast til Kanarí og geta fariđ í langar gönguferđir í sól og hita smá tíma.

Hér eru svipmyndir dagsins, sem urđu til á leiđinni úr prentsmiđjunni (Álftanes - Oddi - Prentmet - Álftanes verđur rúnturinn hjá mér á nćstu mánuđum).  

Bessastađir í vetrarskrúđa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flestir koma ađ Bessastöđum úr hinni áttinni, en ţessi er ,,álftanesísk".

Dularfull vetrarbirta og Esjan yfir Tjörn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vetrarbirtan er dularfull. Horft yfir lítt snortinn hluta Norđurnessins. 

 Vetrarlitir ráđa líka ríkjum inni

 

 

 

 

 

 

 

 

Og af ţví ég á svona falleg blóm í vasa í vetrarlitum fylgja ţau međ ... 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég er lítiđ fyrir ţessa árstíđ ţá líkar mér best viđ froststillur. Ţađ er óstöđugleikinn sem fer verst í mig. Fallegar myndir. Takk fyrir ađ deila

Anna Ólafsdóttir (anno) 30.1.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

hef mjög blendnar tilfinningar í garđ ţessarar árstíđar, fíla myrkriđ í botn en ekki hálkuna sem kemur međ kvöldinu, finnst skćrt ljós óţćgilegt en elska sumar snjómyndirnar sem ber fyrir augu ... skrýtiđ!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.1.2008 kl. 17:52

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar myndir og hér er smá gjöf til ţín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Himneskt lag, takk, Jenný.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.2.2008 kl. 11:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband