Húmor á laugardegi: Rannsóknarnefnd skipulagsslysa og Alfreð

Eftir þunga viku með mikilli undiröldu og válegum pólitískum tíðindum þá get ég ekki annað en hlegið með sumu því sem ég sé og heyri í fjölmiðlum. Var að enda við að hlusta á góðan laugardagsþátt Hjálmars Sveinssonar þar sem meðal annars var rætt við Pétur H. Ármannsson um skipulagsmál. Hann læddi að, eins og honum er lagið, lítilli athugasemd í umræðunni um hvað væri vel gert og hvað illa í reykvískum skipulagsmálum og sagði: Ég vil nú ekki, eins og gert hefur verið, ganga svo langt að halda því fram að það þurfi að stofna rannsóknarnefnd skipulagsslysa, en ... Og þar með var hann auðvitað búinn að koma hugsuninni á framfæri. Þökk hverjum þeim sem datt þetta hugtak í hug.

Annað, sem einnig tengist grafalvarlegu máli, er ályktun sem félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík sendi frá sér varðandi aðförina að Birni Inga. Ályktunin er góðra gjalda verð, en mér var starsýnna á nafnið á félaginu: Alfreð. Einhverjir hafa húmor í Framsókn, fleiri en Guðni (á köflum).  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Kristján Kristjánsson, 26.1.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Ólöf María Brynjarsdóttir

Rannsóknanefnd skipulagsslysa á fullan rétt á sér miðað við bútasuamsstefnu borgaryfirvalda einsog Þorgerður Katrín benti á í hádegisfréttum í dag . Spurning hvort þau séu öll svona mikið handavinnufólk þarna niðrí ráðhúsi .

Framsóknarmenn eru svaðalegir húmoristar verst bara hvað þeir fara helv. leynt með það (sumir alla vega) .

Ólöf María Brynjarsdóttir, 26.1.2008 kl. 19:25

3 identicon

Ég mæli sérstaklega með rannsóknarnefnd skipulagsslysa á Akureyri. Henni endist örugglega ekki ævin til að ljúka störfum miðað við allar sögurnar sem ég er búin að heyra af slíkum slysum hér. Þetta með nafnið á félaginu er bara dásamlegt. Einhver velti fyrir sér hvort sjallarnir hefðu nægan húmor til að kalla sitt félag Davíð

Anna Ólafsdóttir (anno) 26.1.2008 kl. 23:21

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég held alla vega ekki að þeir fari að kalla félagið Villa.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.1.2008 kl. 00:28

5 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það gæti nú vel gerst. Villi viðutan ætti ágætlega við.

Sigurður Sveinsson, 27.1.2008 kl. 10:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband