Monk

Rosalega hef ég gaman af Monk, núna er byrjuð ný sería og ég fagna óspart. Reyni að verða ekki ,,húkkt" á sjónvarpsþáttum, en stend illa við það. 24 er eilífðarfíkn og Prison Break er líka ávanabindandi, þótt ég sé alltaf jafn fúl yfir endalokum þeirra sería. En Monk bíður ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ég aftur á móti voða dugleg að halda aftur af mér. Ætla ekki að húkkast á neinn þátt í vetur - vona að það standi (elska líka Monk)

Anna Ólafsdóttir (anno) 16.9.2007 kl. 23:17

2 identicon

Ekki má nú gleyma þeim snillingum Grissom, Simpson, House og Crane. Þessa herramenn verð ég að heilsa upp í hverri viku.

Egill Harðar 17.9.2007 kl. 09:20

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er allt of margt ávanabindandi í sjónvarpinu. Arggggg!

Guðríður Haraldsdóttir, 17.9.2007 kl. 20:28

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Viðurkenni aldrei að ég sé húkkt á Simpson þótt ég horfi á flesta þætti né heldur House (sem ég á fulla tölvu af). En sjónvarp er gott í hófi. Á tímabili horfði ég ekki á neitt, það var líka ágætt ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.9.2007 kl. 20:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband