La Palma – sögđ vera brattasta eyja í heimi

55443527_10218916653885794_2909730787014213632_nŢessi eyja er kölluđ ýmsum nöfnum, Fagurey (La Isla Bonita) og eyjan grćna, en mér finnst áhugaverđast ađ hún hefur veriđ kölluđ brattasta eyja í heimi, og ţađ er áreiđanlega ekki fjarri lagi. Meira ađ segja höfuđborg eyjarinnar er snarbrött.

 

La Palma er norđvestust Kanaríeyjanna og hér er lítil ferđamennska miđađ viđ Gran Canaria, Tenerife og jafnvel Fuerteventura og Lanzarote. Helst er ţađ göngu- og útivistarfólk og farţegar skemmtiferđaskipa sem koma hér viđ og svo alla vega ein áhugakona um litskrúđug hús (ekki bara bleik). Ţađ er sú sem ţetta ritar sem hoppađi upp í ferju, leigđi sér furđulega ţriggja hćđa, ţó ekkert stóra, íbúđ viđ strandgötuna á góđu verđi og dvelur hér í rúma viku. Áđur var pínulítill bar í húsinu og eldhúsiđ á jarđhćđ er barinn lítiđ breyttur, besta viđbótin er ţó ţvottavél. Best af öllu er miđhćđin, svefnherbergi/stofa, sem yndislegum gluggasvölum, en svalirnar sem taka hálfa ţriđju hćđina á móti aukarúmi og sturtu, eru mjög furđulegar.

 

55869041_10218919180748964_3797970194656133120_nÁriđ 2017 voru skipulagđar ferđir á vegum Heimsferđa hingađ, en lögđust af eftir eitt tímabil, enda er áfangastađurinn mjög ólíkur ţeim Kanaríeyjum sem Íslendingar sćkja til. Ekki veit ég hve margir lögđu leiđ sína hingađ međan uppá ferđir hingađ var bođiđ frá Íslandi. Hins vegar eru beinar flugferđir á nýlega lengdan flugvöllinn ótrúlega strjálar, í nokkur ár var ein ferđ í viku frá hvorri borg, London og Manchester, en nú eru ferđirnar orđnar tvćr í viku frá London. Flug frá nokkrum borgum í Ţýskalandi, vikulega hver, sýnist mér, reddar ţví ađ flesta eđa alla daga er flug frá meginlandi Evrópu í bođi og vikuleg flug frá Hollandi, Belgíu og Sviss finnast líka. Önnur flug eru innanlandsflug, til Spánar en ţó ađallega til annarra Kanaríeyja. Flestir koma hingađ hins vegar međ ferjunni frá Los Cristianos á Tenerife, ađeins 3ja tíma sigling.

 

Höfnin í höfuđborginni, Santa Cruz de la Palma, á sér langa og merkilega sögu, ţví hún var mikilvćgur tengiliđur viđ karabíska hafiđ og Suđur-Ameríku eftir ,,landafundina” og skapađi mikinn auđ á tímabili. Áhrifin frá karabíska hafinu ţykja mjög sterk, og litskrúđugu húsin sem heilla mig svo mjög eru gott dćmi um ţađ. Hér er líka talsverđ tóbaksrćkt í grennd viđ höfuđborgina, sem er einnig arfur frá ţessum tíma.

 

55783924_10218921192879266_3551199958151462912_nEyjan er mjög eldvirk og í raun er stór hluti eyjarinnar eldfjallahryggur. Margir hafa eflaust lesiđ um dómsdagsspár um ađ Cubre Vieja, gamli tindur (sem er gígaröđ sem tekur um 2/3 hluta syđri hluta eyjarinnar) muni einhvern tíma í náinni eđa fjarlćgri framtíđ springa og valda hamfaraflóđbylgju sem gćti lagt byggđ viđ austurströnd Bandaríkjanna og stendur Evrópu ađ einhverju leyti, međal byggđa í hćttu er New York og London. Skiptar skođanir eru um hversu raunveruleg ţessi hćtta er hér og nú. Tvö meinleysislegri gos hafa orđiđ á síđustu áratugum, 1949 og 1971.

 

Ég er nokkuđ viss um ađ La Palma er ekki allra, en hún er merkileg fyrir margra hluta sakir og rétt rúm vika ef mjög fljót ađ líđa.


« Síđasta fćrsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband