Ađ eltast viđ lög ...

Engar lagaflćkjur hér, bara fćkjustigiđ sem eitt sinn fylgdi ţví ađ eltast viđ uppáhaldslögin. Tónlistarfíklar eins og ég hafa oft ţurft ađ hafa fyrir ţví ađ finna réttu plöturnar, listamennina, lögin. Seinasti peningurinn fariđ í plötu í stađinn fyrir strćtófar, vinylplötur lifađ af ýmsa flutninga og óendanlegur tími fariđ í ađ ,,taka upp" á gamla skrapatóliđ, mónósegulbandiđ mitt. Ţađ voru ekki allir tilbúnir ađ lána dýrmćtar plötur út af heimilunum, og ef fjalliđ kemur ekki til Múhameđs kemur Múhameđ til fjallsins međ međalstóra segulbandstćkiđ sitt, á strćtó náttúrulega. Og sumt fannst ekki fyrr en eftir furđulegar tilraunir, HMV og Virgin á Oxford Street höfđu á ađ skipa merkilega glöggum giskurum. Hvernig er til dćmis ađ finna barnapíulagiđ hennar Bjarkar (Short Term Affair, međ Tony Ferrino, mćli međ stúdíóútgáfunni) og vita ekkert nema smálegt úr textanum. Hvernig á manni ađ detta í hug ađ ţetta lag leynist á plötu međ enskum söngskemmtikrafti sem er ekki beint á vinsćldarlistunum ţegar hér er komiđ sögu?

lotte

En nú er allt sem orđiđ nýtt, ćrnar, kýr og smalinn, og Lotte Lenya, sem syngur lög mannsins síns, Kurt Weil, viđ ljóđ Berthold Brecht, best af öllum. Á unglingsárum gróf ég upp plötur međ henni á ameríska bókasafninu (of all places), seinna eignađist ég safniđ á vinylplötum, einhvers stađar á ég slíkan spilara en ţarf ađ redda mér magnara, eđa ekki. Ţetta er allt ađ finna á YouTube. Og í kvöld hef ég bara notiđ ţess ađ grafa upp allt sem mig langar ađ heyra og meira til. Meira ađ segja Napoleon XIV er kominn mestallur á YouTube, svo nú er hćgt ađ hlusta á Photogenic Schitzophrenic you. 

Vel ađ merkja, ég á eftir ađ finna ,,réttu" útgáfuna af ungverskri rapsódíu nr. 2 eftir Lizst, held ţađ sé Stanley Black sem stjórnar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband