Ótrúlegar sögur af ,,uppsagnamarkađinum"

Ekki get ég nú sagt ađ ég hafi haft tíma til ađ átta mig á breyttri stöđu minni í tilverunni (sjá fyrra blogg). Ţađ mun koma í ljós nógu fljótt hvađa áhrif hún hefur. Bloggiđ mitt frá kvöldi uppsagnarinnar hefur hrundiđ af stađ atburđarás sem ég sá ekki fyrir. Góđar óskir og hvatningarorđ frá vinum mínum, nánum sem ókunnum á Facebook og víđar komu mér ekki á óvart, nema kannski ađ ţađ voru íviđ meiri viđbrögđ en ég átti von á. Hins vegar kom ţađ mér verulega á óvart hvađ ég hef heyrt í mörgum sem hafa ótrúlegar sögur ađ segja af eigin reynslu af uppsögnum. Bćđi hvernig ţćr snerta fólk persónulega og fjárhagslega og hvernig atburđarásin kringum ţćr hafa veriđ. Ţetta hefur borist mér eftir ýmsum leiđum, persónulega, á samfélagsmiđlum og í samskiptum viđ ţađ fólk sem ég hef hitt á ţessum rúmu tveimur sólarhringum sem bloggiđ mitt hefur veriđ í loftinu. Meira ađ segja fólk sem stendur mér tiltölulega nćrri hefur sagt mér ýmislegt markvert sem ég hef ekki áđur heyrt. Mig órađi ekki fyrir ţví ađ svona mikil ţöggun vćri í gangi á ţessu sviđi. Mig langar vissulega ađ deila svo mörgu af ţví sem ég hef heyrt, en í bili er ég varla til skiptanna og gćti ţađ ţví ekki ţótt ég fegin vildi. Og ekkert myndi ég hvort sem er segja án samráđs viđ viđkomandi. En nú ţarf ég ađ fara ađ einbeita mér ađ ţví ađ vinna uppsagnarfrestinn, finna mér nýtt starf og/eđa verkefni og rćkta sambandiđ viđ fólkiđ mitt í vinnunni og heima. Og halda sálarró.

Ég var dálítiđ efins um ađ ţetta blogg mitt ćtti erindi út í samfélagiđ. Ég efast ekki lengur. Samt hef ég enn ekki heyrt frá neinum sem sagt var upp á RUV ţótt ég ţekki ţar margt gott fólk. Ţađ sem ţar gerist hefur ekki fariđ framhjá nokkrum ţeim sem fylgist međ fjölmiđlum. En ţađ er greinilega margt ađ gerast annars stađar á ,,uppsagnamarkađinum“, svo margt ađ ég er enn ađ undrast.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband