ESB og almannahagur, ný bitastæð bloggsíða

Allt frá því ég heyrði Pál Hannesson fjalla um málefni launafólks í samhengi við þróun ESB á fundi VG gegn ESB fyrir tveimur árum hef ég verið að vona að hann yrði virkur í umræðunni hér á landi, en hann var þá búsettur í Danmörku og upptekinn af störfum sínum þar. Nú er hann fluttur heim og farinn að skrifa og ég mæli eindregið með bloggsíðunni: ESB og almannahagur.

Fyrir þá sem ekki þekkja til Páls er hér smá kynning af bloggsíðunni:

Páll H. Hannesson er félagsfræðingur að mennt og hefur lengi starfað sem blaðamaður, m.a. á danska blaðinu Notat.dk sem sérhæfir sig í skrifum um ESB. Páll, sem fyrrum alþjóðafulltrúi BSRB til átta ára, er vel heima í samskiptum verkalýðsfélaga og ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband