Einkajarðskjálfti?

Rétt uppúr miðnætti fundum við mæðginin, sem enn vorum vakandi, greinilega nokkuð þokkalegan jarðskjálfta. Tek það fram að Krýsuvíkurskjálftarnir finnast mjög vel hér á okkar svæði á Álftanesi alla vega, svo við vorum nokkuð viss um að hann væri úr þeirri áttinni. Smá hissa þegar við sáum að það var ekki öðru til að dreifa á þessum tíma en skjálfta uppá 2.8 (óyfirfarnar frumniðurstöður) í um 20 km fjarlægð. Hann virkaði nú aðeins stærri hér, hefði frekar giskað á 4. En þetta hefur greinilega verið okkar einkaskjálfti. Fer alla vega í safnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband