Nćstskrýtnasti sautjándinn

Sá skrýtnasti var auđvitađ jarđskjálfta-sautjándinn. Náttúruöflin hafa minnt á sig svo um munar undanfarin ár og ég vona og óska ađ skilabođin séu skýr, viđ erum bara partur af náttúrunni og ekki sá merkilegasti og ćttum ađ virđa hana.

17jun1944.jpg

Einmitt í dag ţótti viđ hćfi ađ ESB samţykkti ađildarviđrćđur Íslands viđ ESB ţrátt fyrir ađ drjúgur meirihluti ţjóđarinnar sé andsnúinn ađild.

Í dag langar mig ekki ađ rölta niđur í Kvenfélagsgarđinn hér á Álftanesi. Litlu ađ fagna ef ţetta er seinasti sjálfstćđi sautjándinn okkar. Ţađ nöturlega er ađ ef til vill sýnir dómurinn frá í gćr fram á ađ engin ţörf er á ţví ađ svipta okkur sjálfstćđinu. Enn sem fyrr finnst mér ađ allt höfuđborgarsvćđiđ eigi ađ sameinast um öll stćrri mál en hvert svćđi haldi sjálfsstjórn og sérkennum sínum, jafnvel fái sjálfstjórn og geti hlúđ ađ sérkennum sínum. ,,Synir Breiđholts" hafa látiđ á sér krćla, ţegar ég bjó í Vesturbćnum vorustofnuđ ţar ein fyrstu hverfasamtökin, Íbúasamtök Vesturbćjar, en reyndar man ég eftir Framfarafélagi Breiđholts líka.

AGS er farinn ađ sýna aukna hörku í viđskiptum viđ Ísland, ekkert elsku mamma hér, bjóđiđ upp heimili fólksins í hvelli eđa hafiđ verra af!

Dómurinn í gćr hefur ţó vakiđ miklar vonir um úrlausn fyrir fjöldamörg heimili, fyrirtćki og sveitarfélög (Álftanes). Mér fannst ţađ viturlega mćlt sem ég heyrđi í gćr: Fyrst ţađ er allt í lagi ađ láta fjölmörg heimili og fyrirtćki fara á hausinn, ţá á ekkert ađ rjúka upp til handa og fóta og fara ađ grípa í taumana, loksins ţegar (sumt) fólk eygir réttlćti. Og ţetta sagđi kona sem varađi sig sjálf á gjaldeyrislánunum og er ađ sligast undan verđtryggđu lánunum sínum. 

Veđriđ í dag er yndislegt, margir fagna, ég ćtla ađ geyma mín fagnađarlćti ţar til síđar og treysti ţví ađ senn verđi ástćđa til enn dýpri og meiri gleđi en einmitt í dag á ţessum nćstskrýtnasta sautjánda júní sem ég hef lifađ. Stund ţegar heimilin rísa upp undan klafanum, íbúar sveitarfélaga og landa ákveđa sjálfir örlög sín og án ţvingunar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband