Hæfasti heilbrigðisráðherrann hættir - Icesave-fórnir

Ég er ekki ein um þá skoðun að leitun sé að hæfari heilbrigðisráðherra en Ögmundi Jónassyni. Þótt einstaka ýlustrái segi annað þá hef ég það eftir fjölmörgum í stofnunum sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið að hann hafi komið og innleitt ný vinnubrögð, samráð og samkennd með þeim sem hann vinnur fyrir. Sett sig ákaflega vel inn í málin og ekki unnt sér hvíldar þrátt fyrir að vera þátttakandi í ríkisstjórn við ómanneskjulega erfiðar aðstæður og í eldlínu í einu eldfimasta máli lýðveldissögunnar, Icesave.

Það er illt að sjá á eftir manni sem honum úr þessu mikilvæga ráðuneyti, eiginlega alveg óþolandi. Hins vegar bauð yfirlýsing forsætisráðherraum helgina upp á að svona gæti farið, þótt ég hafi ekki séð þessa atburðarás fyrir. Sumir vilja reyndar meina að það hafi forsætisráðherra ekki gert heldur.

Ögmundur er klókur stjórnmálamaður og einn þeirra fáu sem hefur ekki tapað hugsjónum sínum í öllum klókindunum. Fulltrúar VG á þingi og í ríkisstjórn eru sem betur fer hugsjónafólk og fleiri klókir en Ögmundur, en á engan hallað þó ég telji hann meðal þeirra klókustu. Okkur Ögmundur hefur aðeins greint á í einu máli, það er hver sé æskilegust leið til að halda Íslandi utan ESB. Við erum hins vegar sammála um einu ásættanlegu niðurstöðuna, Ísland verði áfram utan ESB.

ESB-þjóðirnar England og Holland hafa tekið okkur í kennslustund um kúgun þeirra rótgrónu nýlenduherra sem ráða ferðinni innan ESB. Icesave-samningarnir eru tækið núna og ekki það eina sem unnt er að beita gagnvart lítilli þjóð í vanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband