Úlfaldar allra landa sameinist og fariđ gegnum nálaraugađ! Ríki mađurinn fer ţangađ ekki. Ţađ var sannarlega kominn tími til ađ halda myndlistarsýningu ...

ulfaldar_866812.jpgŢađ var sannarlega kominn tími til ţess ađ halda myndlistarsýningu. Mér er gjarnt ađ vinna međ ţemu, stundum árum saman, ţannig hafa kettir og úlfaldar veriđ á sveimi í myndheiminum sem ég er ađ skapa. Sjaldan ţó eins og núna. Hellamálverk af köttum og úlfaldar, ásamt smámyndum og módelstúdíum eru viđfangsefni sýningarinnar. Í framhaldi hef ég svo dottiđ niđur í alls konar pćlingar um úlfalda, sem NB urđu mjög spennandi í mínu lífi, ţegar ég upplifđi ađ fara á bak slíkri skepnu í Marokkó ţegar ég var bara sex ára gömul. Mér finnst hins vegar mjög margt varđandi úlfalda spennandi, ţolgćđiđ auđvitađ eiginleiki sem ég vildi gjarnan hafa enn meira af (er međ slatta) og svo eru formin í skepnunni bara ótrúleg. Og eins og árar ţá finnst mér einbođiđ ađ viđ eigum eftir ađ horfa á fullt af úlföldum skokka eins og ekkert sé gegnum nálaraugu. En ţađ er nú önnur saga.

Fyrri degi sýningarinnar er lokiđ en á morgun, sunnudag, verđur sýningin áfram opin milli klukkan 13 og 18 í húsi Loftorku, Miđhrauni 10, Garđabć, á móti Marel.

Í dag var rennerí nokkuđ jafnt og ţétt, nema hvađ ég veit núna ađ ţađ er of snemmt ađ hefja sýningar klukkan 13 á daginn, hélt ég vćri svona tillitssöm viđ ţá sem vćru ađ fara annađ, en fyrsta korteriđ eđa tuttugu mínúturnar voru dauđur tími, eftir ţađ bara frábćrt ... áfram er opiđ á morgun og allir velkomnir, ađ sjálfsögđu! 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband