Söguvefur Sjálfsbjargar kominn í loftið - fyrsta verkefnið mitt af þessu tagi

Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra - fagnaði 50 ára afmæli sínu í stórkostlegu veðri í dag. Ég hef tekið miklu ástfóstri við Sjálfsbjargarhúsið að undanförnu, allt fólkið það, starfsemina og andrúmsloftið sem er engu líkt. Haft vinnuastöðu í herbergi þar sem hljóðfæri eru geymd og í dag fékk ég loks að heyra í hljómsveitunum sem hafa verið að æfa þar á öðrum tímum en ég er þar að öllu jöfnu.

Aðalviðburðurinn fyrir mig í dag - og vonandi fyrir fleiri - var opnun söguvefs Sjálfsbjargar á www.sjalfsbjorg.is/saga - þetta hefur verið meginverkefni mitt að undanförnu og sérlega skemmtilegt að kynnast þessari merkilegu baráttusögu. Fyrsta útgáfa vefsins er sem sagt tilbúin og ég er þegar farin að fá smá gersemar frá Sjálfsbjargarfélögum sem ég ætla að nota í viðbætur, því þessum vef er ætlað

10_ting_heidrun_m_gitar_858979.jpg

að þróast og dafna og gerir það án efa, hvort sem ég fylgi honum eftir að annar háttur verður hafður á. Helst langar mig auðvitað að halda utan um hann sjálf en aðalatriðið er að binda vefinn

 

ekki á klafa einhvers strangleika, það stríðir alla vega gegn mínum hugmyndum um þróun efnis á vefnum. Þannig að ég veit hreinlega ekki hversu lengi þetta ,,baby" mitt kýs að vera í mínum höndum og hvenær það fer að lifa sjálfstæðu lífi, en mitt er að fylgja því eftir með eins góðu veganesti og ég mögulega get.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband