Landsfundur og landsviðburðir

Atburðir dagsins eru vissulega erfiðir og fyrir mér enn meiri staðfesting en nokkuð annað á því að það þarf að fá styrka, réttsýna og dugmikla stjórn að loknum kosningum. Þar vil ég sjá VG í forystu og vera á landsfundi hreyfingarinnar styrkir mig enn í þeirri trú að undir forystu VG sé farsælast að sigla út úr vandanum sem að steðjar, gæta að hagsmunum þeirra sem lökust hafa kjörin og byggja upp atvinnu og efnahag þjóðarinnar. Hugmyndir til atvinnuuppbyggingar hafa verið áberandi í máli fólks á landsfundinum og ég hlakka til að heyra niðurstöður málefnahópanna sem unnu sleitulaust í dag, en þær verða kynntar á morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Anna mín, ertu nokkuð í draumaheimi?

haukur gunnarsson 21.3.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Nei, en takk samt. Mér er þvert á móti mikil alvara.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.3.2009 kl. 23:16

3 identicon

Haukur gerir ráð fyrir að þú sért draumóra menneskja. Það er af og frá.

Spennandi að heyra hvað kemur frá umræðu hópum.

Sannfærður um að forysta VG verði eftir kostningar.

Ólafur Sveinsson 21.3.2009 kl. 23:17

4 identicon

Já niðurstöður málefnahópanna verða sennilega á þá leið að nota raforkuna í "eitthvað annað".

Gunnar Guðjónsson 22.3.2009 kl. 15:44

5 identicon

Rakst á þetta á mbl.is áðan. Er nánast eins og að lesa um fyrrverandi ríkisstjór fyrir hrunið! http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/03/22/allir_fullir_i_brunni/

Annars sammála þér um forystuhlutverk VG

Snæbjørn Bjornsson Birnir 22.3.2009 kl. 18:37

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hljómar spennandi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.3.2009 kl. 19:13

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Góð líking og já, þetta er tími VG af mikilli nauðsyn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.3.2009 kl. 00:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband