Ekki bara pólitík ... smá tónlistarsagnfræði: Kinks á Íslandi 1965, ásamt Tempó og Bravó

Á síðu Dr. Gunna á Eyjunni og áður hjá Agli Helgasyni er að finna tengil á upptöku frá tónleikum Kinks í Austurbæjarbíói. Þetta er tónlistarsagnfræði af bestu gerð og þar að auki staðfestir þetta myndband það sem mig minnti, þetta voru ótrúlega flottir tónleikar. Trúi því varla að þetta hafi verið árið 1965, það merkir nefnilega að ég hef ekki verið nema 13 ára í æpandi mannhafinu sem sótti tónleikana, fékk meira að segja sæti frekar framarlega, þannig að ef þið sjáið stelpu með sítt hár, topp og svört ,,Manfred Mann" gleraugu - austarlega í salnum (fyrir ykkur sem eruð áttvís í Reykjavík) á ca. 7.-8. bekk, þá gæti það verið ég, en hef ekki leitað af neinu viti.

YouTube býður ekki uppá að fella þetta myndskeið inn í aðrar síður en hér er tengillinn og njótið vel:

http://www.youtube.com/watch?v=t3oe0k9KyOA 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhhh, jú rilí got mí með myndbandinu... Tempó og Bravó í kaupbæti, kræst. Ef einhver segir þér frá lítilli feitri kerlingu sem lent er í lífsháska við að troða sér í eldgömul alltof lítil föt niðri í kjallara, þá veistu hverjum þú þarft að bjarga.

Hvernig fer ég að því að kjósa þig í þessu prófkjöri? Mér tekst ekki að opna þessa upplýsingapakka sem aðdáendaklúbburinn þinn hannaði. Eða réttara sagt þori ekki að opna hann, póstvörnin varar mig svo eindregið við slíku athæfi.

Borghildur Anna 28.2.2009 kl. 00:12

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kinks rokka!

Ef þú ert ekki þegar skráð í VG í Reykjavík er að skrá sig hér:

http://www.vgr.is/gerist_fel.htm

Svo er bara að mæta á Suðurgötu 3 á laugardaginn 7. mars og kjósa.  Untankjörstaðaatkvæðagreiðsla tvo dagana á undan á sama stað 16-21. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.2.2009 kl. 02:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband