Verðtryggingin

Steingrímur J. er kominn í fjármálaráðuneytið og hann hefur haft hugrekki til að setja spurningamerki við verðtrygginguna, sem er að leika marga grátt um þessar mundir. Það eru ekki bara fórnarlömb myntkörfulána sem hafa farið illa á hækkunum lána, verðtryggð innlend lán hækka og hækka. Vitanlega er bent á hina hliðina á málinu, eigendur fjárins, þá sem spara, lífeyrisþega og lífeyrissjóðina, og í venjulegu árferði hafa þau rök dugað til að halda henni áfram. En eins og staðan er núna, þegar fjöldi manns mun ekki geta borgað af lánum sínum tapa allir. Frysting í ár gæti verð fyrsta skrefið og að nota tímann sem skapast til að leita varanlegri lausna. Það er allt hægt ef vilji er fyrir hendi, viljinn er til staðar hjá VG.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

“Verðbólga hefur þá sérstöðu að vera mikilvirkasta tæki hinna fáu ríku til að verða ríkari og hinna mörgu fátæku til að verða fátækari”.

(Fritz Leutwyler, fyrrverandi bankastjóri seðlabanka Sviss)

SH 14 25.2.2009 kl. 01:53

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef ekki væri fyrir verðtrygginguna, hvernig væru þá afborganir venjulegra lána núna?

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.2.2009 kl. 08:40

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Verðtrygging kemur ekki í veg fyrir verðbólgu heldur tryggir að sumir halda sínu meðan aðrir færast sífellt fjær því að ná endum saman.

Það þarf sannarlega að ráðast að rétta meininu, verðbólgunni sjálfri.

Það er ekki einfalt að sjá hverjar afborganir lána með breytilegum vöxtum væru núna, því til eru dæmi um að vextir hafi verið hækkaðir upp úr öllu valdi, sem heldur er ekki gott.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.2.2009 kl. 10:48

4 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Steingrímur er eins og bugaður boli allt sem hann stóð fyrir í stjórnaranstöðu molnar i höndunum á honum þegar hann þarf að takast á við raunveruleikann, verðtrygging, hvalveiðar, álver málsókn vegna Icesave, vinaráðningar. Hann er bestur í stjórnarandsstöðu þar sem hann þarf ekki að taka ákvarðanir. Held reyndar að persónulega sé þetta hugsjónarmaður og heiðursmaður hin mesti, er bara ósammála honum í pólitík.

Davíð Þór Kristjánsson, 25.2.2009 kl. 14:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband