Stolt af því að vera frá landinu þar sem búsáhaldabyltingin var gerð

Mér finnst þetta svo fallegt orð: Búsáhaldabylting. Kannski ég endurveki fegurðarsamkeppni íslenskra orða, seinast sigraði orðið ljósmóðir og það voru einmitt ljósmæður sem náðu fram (að ég held) bestu og réttlátustu kjarabótum síðasta árs. Kannski fylgir lukka sumum orðum - svo framarlega sem merkingin á bak við þau er góð, eins og í þessum tveimur orðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála, sum orð eru fallegri en önnur, ljósmóðir er eitt fallegasta orð íslenskrar tungu og þær hafa eitt af mikilvægustu störfum lífsins að gæta.

Búsáhaldabyltingin er svona orð líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 18:14

2 Smámynd: Aprílrós

Já ljósmóðir er mjög fallegt orð ;)

Aprílrós, 31.1.2009 kl. 20:20

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vona að það fylgi sama lukka orðinu eins og raunin varð á með ljósmóður.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.1.2009 kl. 20:21

4 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Þetta orð er náttúrulega bara snilld, vona að það verði notað þegar hinar þjóðirnar taka við sér. Spurning hvort það nái að halda sjarma sínum á öðrum tungumálum.

Búsáhaldabylting á dönsku  kökkengrej-revolution

Búsáhaldabylting á ensku kitchenware-revolution 

Lilja Kjerúlf, 31.1.2009 kl. 20:25

6 Smámynd:

Skemmtilegt orð og vonandi að lukkan fylgi því

, 31.1.2009 kl. 20:51

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Flokkurinn sem svipti Hafnfirðinga 2500 til 3000 störf þegar þeir börðust á móti stækkun ISALs er tekinn til starfa ,en samt lofuðu þeir störfum á móti þeim sem töpuðust þegar deiluskipulagið var fellt var á sínum tíma hvar eru þau störf?.

Á meðan blæðir Hafnarfjörður og hafnfirskt verkafólk, fjölskyldur missa heimili sín og þið gleðjist er það sjúkt hugsið og svarið.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 31.1.2009 kl. 23:23

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég bið fólk sem vill tjá sig í athugasemdakerfinu mínu að halda sig innan velsæmismarka. Annars neyðist ég til að loka á það. Að saka aðra um sjúkt hugarfar vegna þess að það hefur aðrar hugmyndir um atvinnusköpun er ekki stórmannlegt. Áliðnaður er sveiflukenndur, fórnarkostnaðurinn hár, kostnaðurinn við hvert starf mikill og íbúarnir sjálfir mótmæltu þvert á öll flokksbönd.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.2.2009 kl. 00:08

9 identicon

Ég er samála. Nú get ég sagt hvaðan ég kem án þess að skammast mín erlendis. Það má gjarnan einhver koma með þýðingu á orðinu á fleiri tungumállum.

Kristin Emelie 1.2.2009 kl. 01:05

10 Smámynd: Rauða Ljónið

Ég bið líka  þeir sem segja satt verði útilokaðir eins og  AO segir sannleikurinn er hættulegasta vopnið gegn lýðræðinu þess vegna verður lokað á mig  á þessari síðu, bless og takk fyrir mig lýðræðið er einungis fyrir VG ekki fyrir verkafólk, eins og Anna Ólafsdóttir Björnsson segir.

Rauða Ljónið, 1.2.2009 kl. 02:40

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Skil ekki seinustu athugasemd, fulltrúar verkafólks og lýðræðis eru margir og tjá sig á mismunandi hátt. Þakka alla góða umræðu sem fram hefur komið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.2.2009 kl. 18:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband