Krónan í kút (ekki sett á flot heldur í björgunarhring) - og ítrekun á því að fleiri kosta sé völ

Það hefur verið logið að okkur, viljandi, óviljandi, óvitandi og óforskammað, allt í bland og ekki sama fólk sem á í hlut í öllum tilvikum. Í fyrsta lagi virðist ekki eina lausnin nú að setja krónuna á flot, í öðru lagi þá eru alls konar tengingar (einu sinni var til SDR) til og í þriðja lagi er evran ekki innan seilingar en ýmiss konar tengingar við hana, annan gjaldmiðil eða myntkörfur eru vel mögulegar. Vonandi er búið að koma okkur í gegnum þessa áfallastjórnun (stjórnun með áföllum - samasem stýring með ótta).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvet til að almenningur fari í sameiginlegt mál gegn ríkisstjórn og bankastjórnendum og sæki þessa glæpamenn til saka fyrir þjófnað á eigum,eignum og launum til margra tugi ára.

 Hvert annað fíflið í ríkisstjórn sem talar um að það verði stjórnarkreppa ef gengið verði að kosningum núna,það er kolrangt það verður enginn af þessum öpum kosinn á þing aftur sem eru að arðræna mig og aðra Íslendinga og líklegast að núverandi flokkar verði endanlega settir á hausinn og afnumin þau fríðindi sem þetta pakk skaffar sér sjálft enginn heilvita íslendingur myndi samþykkja að þetta fólk fái þau laun sem þau skaffa sér.

ÓÁS 27.11.2008 kl. 20:19

2 identicon

Já það er mikið hamrað á því að allt fari til helvítis ef Núverandi Ráðamenn fari frá

Hlló er ekki í lagií hausnum á þessi liði

Ég segi Burt með þá Spúlum dekkið

Kveðja

Æsir 27.11.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Aprílrós

Burtu með allt liðið og setja nýtt lið inn. Það þarf algerlega nýtt fólk .

Aprílrós, 29.11.2008 kl. 13:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband