Það er þjóðin sem vill kosningar í vor - þess vegna er verið að ræða vantraust á ríkisstjórnina

Vantrauststillagan sem verið er að ræða á alþingi núna er ekki síst andsvar við stigvaxandi þunga í kröfunni um kosningar í vor. Snemma í vor, líklegast. Því miður er þessi krafa komin til vegna þessa að ekki er að sjá að ríkisstjórnin valdi þessu mikilverðasta verkefni nokkurrar stjórnar í seinni tíð, vegna innbyrðis sundurþykkju, persónulegri og pólitískri, innan flokka og milli flokka. Þess vegna verður þessi krafa sífellt háværari, fundirnir á laugardögum og aðrir fundir sífellt fjölmennari, hitinn í umræðunni og aðgerðunum sífellt meiri. Við svo búið er ekki endalaust hægt að láta standa. Ég er ánægð með málflutning þingmanna Vinstri grænna, og ekkert undrandi á því, eins fannst mér ræða Höskulds nokkuð góð og margir sprettir annarra stjórnarandstöðuþingmanna góðir. Jóhanna Sigurðardóttir er sú stjórnarsinna sem mér fannst eiga bestu sprettina og efast ekki um að hún vill grípa til góðra aðgerða, en það var athylgisvert að hún tók svo til orða að þetta væri EF stjórnarflokkarnir næðu saman um ákveðnar aðgerðir.

Mér finnst hart að það skuli þurfa aðgerðarlitla og sundurlynda ríkisstjórn og kosningar framundan (sem mér finnst líklegt að verði hvort sem þessi tillaga verður felld eða ekki) til þess að hjól atvinnulífsins fari að snúast aftur, ekki besta leiðin en kannski sú eina til að eitthvað raunverulegt verði gert til þess að sporna við aðgerðarleysi og evru-sjálfsblekkingin verði slegin út af borðinu, því ég hef trú á að það muni gerast og leitað verði raunhæfari leiða til að endurreisa gjaldeyriskerfi okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband