Ný skoðanakönnun sem ábyggilega verður umdeildari en könnunin um haustið

Mér sýndist áhuginn á haustinu vera að dvína, þannig að ég bjó til nýja skoðanakönnun um mun eldfimara efni, það er krónuna og efnahagsmálin. Fróðlegt að vita hvernig lesendurnir mínir skiptast og hvort valkostirnir sem ég býð uppá duga, annars er athugaemdakerfið opið fyrir öllum greindarlegum athugaemdnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Rétt að kíkja við og kasta til þín knúsi inn í daginn.

Linda litla, 19.9.2008 kl. 08:31

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tók evruna en er ekki alveg sátt við fullyrðinguna.  Ég er ekki svo viss um að allt reddist þó við tökum hana upp en ég held að ástandið myndi lagast stórlega og það sem meira er þá er ekki hægt að "leika" sér með gjaldmiðilinn eins og stjórnvöld hafa gert.

Er nýlega farin að hallast að evru.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2008 kl. 09:24

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Hávaxtastefna Seðlabankans knúði veisluna sem við vorum í og hefur rekið okkur í það öngstræti sem við erum. Þó sviptingar á alþjóðamörkuðum hafi áhrif á okkur er staðan enn verri en hún þyrfti að vera ef öðruvísi hefði verið haldið á málum...

Erna Bjarnadóttir, 19.9.2008 kl. 12:43

4 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt og góða helgi mín kæra ;)

Aprílrós, 19.9.2008 kl. 21:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband