Ekki vinnufriður fyrir tiltekt - best að koma sér aftur upp í bústað!

Það er ekki vinnufriður hér heima fyrir tiltektarköstum, af nógu er að taka að endurreisa heimilið eftir tveggja og hálfs árs endurbætur (sem eru ekki búnar - en hérumbil). Smiðurinn okkar rammkaþólski gerði sitt besta til þess að eyðileggja allar gömlu módelmyndirnar mínar og það er margra tíma verk að slétta úr þeim, hann rúllaði þeim sem sagt upp með miklum látum og staflaði! en minn góði kennari, Hringur Jóhannesson, hafði lagt ríka áherslu á það frá upphafi að ég geymdi þær liggjandi og alls ekki upprúllaðar. Ég sé hann eiginlega fyrir mér, úff, syndsamlegt, ekkert nema bert fólk, það skal sko rúlla því upp, rúllu eftir rúllu. En rosalegt magn er þetta og of seinlegt í þetta skipti að grisja það af einhverju viti.

En sem sagt hægt og hægt er ég að leggja þær í bunka og slétta þær og á milli ræðst ég á smá horn uppi og lagfæri, hendi smálegu úr möppum sem eru orðnar úreltar, raða bókum úr skápum niðri og upp í bókahillurnar þar, þetta potast allt saman, og nokkuð lagt síðan ég hef tekið til hendinni þarna upp og þá er tilhneigingin sú að að fólk staflar dóti í stað þess að raða því, ég er ekki undanskilin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

rammkaþólski ? Ég vona að það hafi ekki komist brot í myndirnar. Það væri sárt.

Ég var að klára að mála svefnherbergin þeirra Eriks og Andreu. Reyndar skiptu þau á herbergjum svo það var allt fram á gangi  og allt á hvolfi Úff!! Engin endir á þessum tiltektum svo það er bara gott ef hægt er að flýja upp í sumarbústað.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 25.7.2008 kl. 03:50

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, hér hefur ekki verið hægt að fá smiði nema frá Póllandi undanfarin 2-3 ár og þvi var hann Henrik smiður þaðan og afskaplega kirkjurækinn og kaþólskur, en við sóttum hann upp í bústað og komum honum til Reykjavíkur í kirkju á hverjum sunnudegi á meðan hann var að vinna fyrir okkur þar. Hann smíðaði fyrir okkur pallana og var góður smiður.

Myndirnar eru óðum að sléttast og ekki mikið sem hefur skemmst sýnist mér, sem betur fer.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.7.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Helga Björg

mæli með því að skella sér bara aftur í bústaðinn :)

Helga Björg, 26.7.2008 kl. 07:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband