Mjög í rétta átt

Hafði áhyggjur af því að fylgi Hillary myndi ekki skila sér nógu vel til Obama, kannanir sýndu það meðan á baráttu þeirra stóð, en sem betur fer sjá demókratar að McCain er ekki lausnin. Þetta er allt í rétta átt. Þótt ég voni enn að Obama velji Hillary sem varaforsetaefni og hún taki því, þá held ég að Obama sé kominn yfir erfiðasta hjallann hvernig sem fer og næsta kosninganótt verði skemmtileg (og vonandi ekkert mjög spennandi - lítur ekki út fyrir að hún verði ýkja tvísýn).
mbl.is Forskot Obama eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er því miður nánast viss um að Hillary vill koma fersk inn sem kandídat í næstu kosningum.  Slæmt því ég er viss um að saman myndu þau taka þetta með glæsibrag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2008 kl. 15:59

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég var sama sinnis og þú, Anna mín Ól, og vonaði í lengstu lög að Hilary næði að verða forsetaefnið. En nú vona ég að hún láti ekki hafa sig í að vera varaskeifa fyrir Hussein Obama, hún á meira inni en það og ég vona að hennar tími komi sem slíkrar.

Kv. í bæinn

Sigurður Hreiðar, 25.6.2008 kl. 17:53

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Aha, þið virðist bæði sammála um að hún vilji frekar koma inn næst. Hmmm, ég er hrædd um að Obama stefni á endurkjör eftir fjögur ár og nennir hún að bíða í átta ár? Held að líkurnar séu með sitjandi forseta. En sannarlega vona ég að hennar tími komi! Held að Jóhanna Sigurðar sé að sanna það að hennar tími sé kominn, því ekki eru þetta tímar hinna í stjórinni. Og hún nennti að bíða, hmmmm

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.6.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvað, Hillary er enn bráðung kona, rétt rúmlega fimmtug, minnir mig. Sjáið bara McCain kallinn, hvergi banginn!

Tími Hillary kemur, bíðum bara.

Kv. í bæinn

Sigurður Hreiðar, 26.6.2008 kl. 13:18

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Æjá, Sigurður, aldurinn er ekki vandamál. Hún mun eflaust spila framhaldið skynsamlega, en skyldi varaforsetastaða nokkuð skaða hana ef hún ætlar í slaginn síðar meir (þá er ég ekki að tala um eftir fjögur ár heldur átta)? Minnir að varaforsetar demókrata hafi ekki gert það eins gott í forsetaframboðum eins og varaforsetar repúblikana, en það er allt breytt hvort sem er, vona ég.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.6.2008 kl. 19:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband