Takk, Danir, fyrir að bjarga okkur frá 16. sætinu

Ætli 12 stig Dana hafi ekki bjargað okkur frá 16. sætinu í Eurovision. Það er alla vega ósköp sætt af þeim. Og þá er þessu fári lokið þetta árið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jamm, nú er það bara EM 2008!

Danir björguðu okkur úr 17. sæti og upp í það 14., dúllurnar.

Guðríður Haraldsdóttir, 25.5.2008 kl. 00:53

2 identicon

Mér þykir nú alltaf voða vænt um 16. sætið en 14. var líka í góðu lagi . Mér fannst eiginlega allt skemmtilegt við þessa keppni nema vinningslagið, blessaður drengurinn fór frekar í mig, alveg ótrúlega tilgerðarlegur eitthvað. Franska lagið olli líka dálitlum vonbrigðum, greinilega ekkert lagt í myndvinnslu á atriðinu, söngurinn ekki hreinn.

Mér fannst portúgalska söngkonan frábær, fannst hennar flutningur og okkar bestur.

EM 2008 - Here I come. Líst vel á Gurrí. Verður þú með í EM bloggi nafna?

Anna Ólafsdóttir (anno) 25.5.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Linda litla

Ég er rosalega ánægð með keppnina, það var fullt af góðum lögum og er ég mjög sátt við vinningslagið. Hefði reyndar viljað sjá Portúgal og Króatíu hærra, en ég ræð víst ekki ein hehehe

Við stóðum okkur frábærleg og ekkert út á okkur að setja, það voru bara fleiri góð lög og jafnvel betri. Thats life. En er mjög stolt af Regínu Ósk og Friðrik Ómari, til hamingju með 14 sætið. Ég er sátt.

Linda litla, 25.5.2008 kl. 11:36

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Nú er ég ekki sérfræðingur í þessu, en sluppum við forkeppni á næsta ári ?

Sævar Einarsson, 25.5.2008 kl. 11:44

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sjúkkit maður, þar skall hurð nærri hælum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2008 kl. 12:19

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er búið að breyta fyrirkomulaginu í Evróvisjón, nú verða alltaf tvær undankeppnir. Bara staðföstu löndin (sem borga mest í keppnina) sem eru sjálfkrafa með (England, Frakkland o.fl) og svo vinningsland síðasta árs. Að komast upp úr undankeppninni verður samt aðalfúttið í framtíðinni, held ég.

Guðríður Haraldsdóttir, 25.5.2008 kl. 12:38

7 identicon

rússneska lagið er ömurlegt þessi strákur er ömurlegur . Franska lagið átti að vera svona það er bara málið þessi söngvari er frægur í frakklandi hann þurfti að fara í dóm út af því að hann vildi singja á ensku hehe

svana 25.5.2008 kl. 13:23

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Jamm, þá er það EM! Og ég hélt með Finnum og Serbum í Eurovision (fyrir utan Íslandi) sem komust held ég ekkert svo langt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.5.2008 kl. 13:28

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

16. sætið er bara krúttlegt en svona skemmtileg Grýla til að forðast.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.5.2008 kl. 13:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband