10 ástæður fyrir því að blogga um Monk

1. Monk er frábær

2. Susan Silverman var i Monk þættinum í kvöld og HÚN er frábær

3. Monk er byrjaður aftur

4. Monk liggur svo vel við bloggi 

5. Leikarinn sem leikur Monk (Tony) er nýbúinn að fá verðlaun, eða ef hann er ekki nýbúinn að fá verðlaun, þá ætti hann að vera nýbúinn að fá verðlaun

6. Margir vita hvað verið er að tala um, og þeir sem ekki gera það láta sér ábyggilega á sama standa

7. Kynningarstefið er svo grípandi

8. Gurrí fílar Monk líka

9. Mig langar að venja fleiri á að horfa á Monk, sem sagt þröngva sjónvarpssmekk mínum upp á aðra

10. Þrátt fyrir allt þetta mikilvæga sem er að gerast í tilverunni einmitt núna, þá er bara svo miklu auðveldara að blogga um Monk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þarf greinilega að fara horfa á Monk!

Kristján Kristjánsson, 21.4.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Held þú verðir ekki svikinn af því, Kristján ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.4.2008 kl. 01:03

3 Smámynd: Brynja skordal

Elska þessa þætti Monk er bara krúttkarl hafðu ljúfa viku mín kæra

Brynja skordal, 21.4.2008 kl. 12:16

4 Smámynd: Linda litla

hehehe hvað er monk ?

Linda litla, 21.4.2008 kl. 13:45

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég spyr líka eins og fífl; hvað er þetta Monk???

Lilja G. Bolladóttir, 21.4.2008 kl. 18:04

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Svarið til, sem enn eigið eftir að kynnast Monk varð efni í nýja færslu, vona að þið verðið eitthvað fróðari, gæti auðvitað haldið áfram endalaust, en hann er í Wikipedia og víða á netinu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.4.2008 kl. 16:10

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Svarið til ykkar´... átti þetta að vera.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.4.2008 kl. 16:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband