Olíuverð á niðurleið, hvenær (ef einhvern tíma) fer þess að gæta hér á landi?

Það er margtuggin staðreynd að lækkanir á alþjóðamarkaði mæta undarlegu fálæti hér á landi, þótt orðrómur um hækkanir skili sér með leifturhraða. Nú er olíuverð á niðurleið í heiminum, en ég hef ekki orðið vör við neinar lækkanir hér heima. Einhver tíma heyrði ég þá (ótrúverðugu) skýringu að svo undarlega vildi til að olía væri alltaf keypt inn þegar verð væri í hámarki. Sé það rétt, þá er til einföld lausn á því fyrir olíufélögin. Spyrjið sama vitleysinginn áfram hvenær eigi að kaupa olíu og gætið þess að kaupa hana aldrei þegar þessi undarlegi innkaupastjóri segir til um það. Er það ekki dagljóst?

Meðan ekki er boðið upp á skynsamlegar almenningssamgöngur hér á landi, sem hlýtur þó að vera eina vitræna framtíðin, þá erum við, fjölskyldur landsins, háð einkabílnum og ef einhver meining er í öllu þessu kjaftæði um að halda verðbólgunni í skefjum þá er hér útgjaldaliður sem vegur hátt í rekstri venjulegra heimila. Ég ætla nú ekki, prívat og persónulega, að leggja Volvonum mínum þvert á Álftanesveginn máli mínu til stuðnings (enda myndu Álftnesingarnir bara rúlla yfir mig), en hef netta samúð með aðgerðum í anda borgaralegrar óhlýðni, enda er það aðferð margra góðra mannvina (Gandhi auðvitað þekktastur). Vörubílstjórarnir í brekkum höfuðborgarsvæðisins eru að berjast fyrir lífsafkomu sinni, þótt þeir pirri ábyggilega marga, þá eru þeir loks að uppskera að á þá sé hlustað. Best hefði verið að það hefði verið gert strax, þá hefði aldrei komið til þessara aðgerða. Miklar líkur eru á því að þau úrræði sem þeim verða (vonandi) boðin gagnist ekki almenningi, þannig að við verðum að veita olíufélögunum aðhald.

Viðbót: Undur og stórmerki: Eitt olíufélagið, N1, er búið að lækka eldsneytisverð um krónu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er nú ekki beinlínis á niðurleið. Núna er hráolíufatið á $106.50 og nýlegur sögulegur toppur er rúmlega 110 dollarar. Hráolían hefur hækkað um 50% síðasta árið.

Baldur Fjölnisson, 31.3.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fylgjumst með þróuninni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.3.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ekki hafði ég fyrr sleppt orðinu en olían féll um fimm dollara. Held að það sé aðallega tæknilegs eðlis og hún sé enn í öruggu trendi upp á við.

Baldur Fjölnisson, 31.3.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Athugið að línuritið að ofan uppfærist reglulega af netinu. Þarna síðasta dag marsmánaðar var vinstri armur þessa tvöfalda vaffs lengst til vinstri að myndast og núna er olían við það að testa fyrri topp.

Baldur Fjölnisson, 7.4.2008 kl. 14:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband