Pressa í kvöld, hvernig finnst ykkur til hafa tekist?

Stend mig að því að hlakka til að horfa á Pressu í kvöld, þótt raunveruleikinn hafi reyndar verið í harðri samkeppni við skáldskapinn í síðustu viku. Þessi þættir hafa tekist virkilega vel, leikararnir eiga mikinn apressaþátt í því og svo er sögusviðið alveg ágætlega valið líka. Plottið er ennþá nógu gott til að ég veit ekki upp né niður í því hver gerði hvað og það er nokkuð vel að verki staðið. Sumum þótti eitthvað nóg um þráðinn í seinasta þætti þegar blaðakonan lenti á fylleríi heim til eins af grunsamlegustu persónunum í þættinum, en þegar ég spurði: Er þetta ekki einmitt það sem gæti gerst (á Íslandi og víðar) þá varð fátt um svör. Mun alla vega setjast trygg við sjónvarpið í kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég ætlaði að fylgjast með frá uphafi, en steingleymdi því svo.

Linda litla, 27.1.2008 kl. 17:04

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta eru dúndurþættir, ég hef horft á frá byrjun og er mjög hrifin! Hlakka til í kvöld! Jú, þetta gæti akkúrat gerst á Íslandi!

Guðríður Haraldsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:32

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Þetta er hreint ágætis þættir, fín afþreying á vetrakvöldi.

Óttarr Makuch, 27.1.2008 kl. 18:56

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þátturinn í kvöld var æsispennandi, verst að það er bara einn eftir.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.1.2008 kl. 21:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband