Viðburðaríkur dagur - samfélagslega og persónulega

Þetta er ótrúlega viðburðaríkur dagur. Ég hef setið við tölvuna og haft fréttir í bakgrunni. Ekki hægt að fagna samfélagslegum viðburðum, valdaskiptum í Ráðhúsinu og líka tapi hjá landsliðinu. Hins vegar var ég að uppgötva að ég náði markmiði mínu í stærðfræðiprófinu síðastliðinn laugardag, en þar vantaði mig 7-u og fékk hana. Einnig gengur þokkalega að ná í upplýsingar sem ég er að leita að og sömuleiðis að finna viðmælendur og tímasetja viðtöl, ekki allt komið á hreint þar, en allt í vinnslu. Þannig að já, ég vildi að dagurinn hefði verið eins góður við Reykvíkinga og handboltaunnendur og mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með 7una, ég vildi að ég gæti líka óskað landsliðinu til hamingju, en það er víst ekki í boði eftir þennan leik.

Linda litla, 24.1.2008 kl. 16:39

2 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson 24.1.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mjög áhugaverðir hlekkir og ég er búin að hlusta og renna í gegnum allt þetta, hvet alla aðra til að gera slíkt hið sama, sem eiga leið hér um, mjög góð samantekt. 

Og takk Linda, við hörmum bara landsliðsárangurinn saman.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.1.2008 kl. 19:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband