Vantar skýrari línur í veðurspá vetrarins

Hér til vinstri lúrir lítil könnun sem er mér afskaplega kær. Þannig er mál með vexti að mig langar svo óskaplega til að fá að vita, fyrirfram, hvernig veðrið í vetur verður. Þannig að ef þið eruð tengd við æðri máttarvöld, veðurguðina til dæmis, þá þætti mér afskaplega vænt um að fá að vita með meiri vissu hvernig veðrið í vetur á að vera. Atkvæðin eru nefnilega að dreifast óþarflega vel. Eins og flestir Íslendingar er ég veðurfíkill og á þar að auki eftirfarandi hagsmuna að gæta:

1. Þarf að vita hvenær ég á að panta Kanarí.

2. Er ég komin ótímabært á vetrardekk? (Það getur reyndar verið fyrirbyggjandi, því fleiri sem eru á sléttum sumardekkjum, þeim mun meiri líkur á hálku og snjó og öfugt, skv. Murphy vini okkar allra).

3.  ... og svo bara einskær forvitni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður hvorki vor- né sumarveður það sem eftir lifir af árinu og haustið heldur áfram fram að 1. vetrardegi, þann 20. okt.

Það sem eftir lifir af haustinu munu skiptast á hlý- og kuldaskeið. Hitinn fer upp í 6 gráður og niður fyrir frostmark eftir því sem nær dregur 20. okt.

Eins og fyrri ár þá mun veturinn viðhalda fjölbreyttu veðurframboði sínu. Að nokkru leyti verður veðurframboðið staðbundið.

Ég geri ráð fyrir því að grjótfok verði helst þar sem mikið er um óbeislað grjót. Rok- og rigningakaflar skjóta upp kollinum um allt land, einkum eftir að snjóað hefur að ráði og fyrst í framhaldi af því. Í sögulegu ljósi gætu rok- og rigningakaflar orðið 3-5 í hverjum fjórðungi. Það verður boðið upp á hálku með óreglulegu millibili og hennar gætir mismikið um landið. Hálkuna verður hægt að mæla á slysadeildum þegar fólk tínist þangað inn með brákuð og brotin bein. Skafrenningur verður helst á heiðum og ólíklegt er að það muni skafa svo mikið að ófært verði milli Álfanes og Hafnarfjarðar. Það ætti því að vera óþarfi að draga vetrarforðann í hús þessa haustdagana, þótt mýsnar séu iðnar við það. Frosthörkur? Nei, það er ekki að sjá.

Veturinn mun láta undan síga upp úr miðjum febrúar en þá tekur við 6 vikna langt tímabil með miklu slabbi á götunum í öllum byggðum bólum. Hvenær á að setja nagaladekkin undir bílinn? Ja, löggan segir ekki fyrr en 15. okt. En í slabbinu verður gott að eiga stígvél. Nokia-stígvél munu reynast vel í þessu slabbi.

Það er ástæðulaust að flýja til Kanarí fyrir jólk, en í janúar gæti frúin verið búin að fá nóg. Það er e.t.v. spurning hvort hún ætti ekki að kaupa sér 4 Kanarívikur þennan veturinn. Já, og kannski bara að taka vinkonu sína með!   

Helga 26.9.2007 kl. 01:05

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er einmitt það sem ég var að vona, skýrt og nákvæmt svar með Kanarí-leiðbeiningum sem koma að góðu gagni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.9.2007 kl. 10:54

3 Smámynd: krossgata

Mér finnst alltaf svo merkilegt hvað við Íslendingar getum talað mikið um veðrið.... alltaf.  Ég verð ekki vör við þetta hjá öðrum þjóðum.  Þar virðist veðrið vera eitthvað sem gripið er til þegar vantar umræðuefni, en hér er gripið til einhvers annars þegar umræðuefnið veðrið þrýtur. 

krossgata, 26.9.2007 kl. 13:46

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mikið rosalega er ég sammála síðasta ræðumanni. Einhvern tíma var ég í New York ásamt 5 öðrum Íslendingum og fann veðurrás í sjónvarpinu (rás 32). Allir hinir Íslendingarnir reyndu að finna sömu rás, án árangurs og það var bara ótrúlega mikið haft fyrir því að reyna ;-) Reyndar á systir mín amerískan tengdason sem er mikill veðuráhugamaður, sagði henni að hann væri gott efni í Íslandsvin þegar hann kom í fyrsta sinn til landsins í fyrra. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.9.2007 kl. 21:03

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Fram til áramóta verður stundum rok og stundum rigning, stundum hvort tveggja í einu. Inn á milli koma stillur, allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga. Í nóvember kemur frostakafli, annað hvort stuttur eða langur.

Um eða upp úr áramótum brestur á snjóveður okkur til mikillar furðu, hafandi varla séð hvítt duft nema á myndum frá fíknó í nokkur ár. Þorrinn verður rysjóttur og svo þarf að þreyja góuna líka. Legg til að þið farið til Kanarí um eða upp úr 20. febrúar. -- Gott að vera komin á vetrardekkin ef þau eru góð. Ég þykist vita að Ari hafi ekki látið þig setja einhver Kojakdekk undir. -- Reyndar eru sum vetrardekk handónýt jafnvel þó ný séu -- gúmmíblandan í þeim verður beinlínis hál þegar kalt gerist í veðri og einmitt þá eru mestar líkur á að þörf sé fyrir dekkin.

Kveðja í bæinn.

Sigurður Hreiðar, 27.9.2007 kl. 11:03

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er engin leið að koma böndum yfir þessa veðurfræðinga. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 28.9.2007 kl. 00:52

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

veðrið verður gott, hérna.

ég set aldrei vetrardekk á í dk, en er að spáí það núna eftir upplifanir síðasta veturs. hérna eru heilsársdekk.

Fallegan sunnudag til þin

AlheimsLjós til þín líka

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 06:16

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk öll, ég ætla að geyma þessar góðu spár og spennandi að finna út hver er sannspár. Þetta með dekkin er reyndar mjög ákveðinn kafli sem ég hef áhuga á að vita meira um. Sigurður, þú átt kannski góð ráð, sem bílasérfræðingur?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.9.2007 kl. 22:13

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég á eitt ráð, Anna mín, sem hefur dugað mörgum vel. Ræddu dekkjamálin -- þetta þú ert tilbúin að kaupa þér ný og reglulega góð dekk -- við raunverulegan dekkjasérfræðing. Bendi á Dag í Bæjardekki hér í Mosó (það heitir kannski Neinn (N1) núna?) eða Eið verkstjóra hjá Sólningu. Þessir menn hafa ekki klikkað mér hingað til né heldur þeim kunningjum sem ég hef vísað til þeirra.

Kveðja í bæinn

Sigurður Hreiðar, 1.10.2007 kl. 08:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband