Ekki missa af Astrópíu!

Hef verið svolíitð léleg við að fara á ævintýramyndir jafnvel þær allra vinsælustu, og ekki nógu dugleg að fara á íslenskrar kvikmyndir heldur, hálf skammast mín fyrir það síðarnefnda, því þegar ég fer þá skemmti ég mér yfirleitt vel. Mýrin er til dæmis ein af þessum myndum sem mig langar að sjá aftur, mynd sem gekk fullkomlega upp.

Í kvöld skrapp ég svo á Astrópíu með Óla (28 ára syninum). Það var reyndar ég sem fékk að velja myndina og úr mörgu góðu að moða, en þetta var myndin sem mig langaði á og vissi eiginlega ekki alveg hvers vegna. Hafði bara góða tilfinningu fyrir myndinni. Handritshöfundurinn (Ottó Borg)  stórvinur Halldórs vinar míns (nema ég fari mannavillt) og það er yfirleitt ávísun á húmur, skot sem ég hef séð úr myndinni toguðu líka, þannig að já, ég náði meira að segja að sjá hana í stórum sal í Háskólabíói. Venjulega dugar mér að horfa á stórmyndir í stofunni heima, nema hasarmyndir sem krefjast góðs hljóðkerfis, þær reyni ég að sjá í bíói. En í þessu tilfelli var eiginlega nauðsynlegt að sjá myndina í sal með fleira fólki og hlæja eða súpa hveljur í kór. Reyndar var mjög misjafnt hvað vakti viðbrögð í salnum og hvernig viðbrögð, en salurinn var mjög lifandi og sýndi skemmtilegra lífsmark en poppkornsskrjáf.

Þetta er sem sagt dúndurmynd og yndislega fyndin. Maður þarf ekkert að vera ævintýramyndafrík (ábyggilega samt ekkert verra) og þetta er mynd sem er ólík öllum íslenskum myndum sem ég hef séð. Las í blaði að þetta væri hafnfirsk mynd og mikið rosalega er ég sammála því. Þið, sem þekkið Hafnarfjörð, skiljið hvað ég meina ef þið skellið ykkur á hana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá lífsmark frá þér. Munaði litlu að ég hringdi í kvöld til að athuga hvað réði fjögurra daga löngu bloggfríi - hef sennilega fundið á mér að Óli skellti sér með þig út á lífið.

Tek áskoruninni um að sjá Astrópíu - set hana á bíómyndalistann minn langa sem stækkar með hverri mynd sem ég ætla að sjá en kem mér ekki af stað. Þó náði ég að sjá bæði Sound of Music og Greece.  Leikritalistinn er svo sem engu styttri. Þó sá ég eðalstykkin um Kasper, Jesper og Jónatan og Mikka ref og Lilla klifurmús.

Ertu ekki til í að e-maila til mín stundatöflunni þinni svo við getum púslað inn í dagskránna"setið-með-kaffibolla-yfir-samræðum-um-heimsins-gagn-og-nauðsynjar"?

Helga 21.9.2007 kl. 00:58

2 identicon

Ég segi eins og Helga, velti fyrir mér hvað þú værir eiginlega að bralla þessa dagana. Var voða glöð þegar þú stimplaðir þig inn í kommentakerfinu mínu. Ég er staðráðin í að sjá Astrópíu. Yngri dóttirin, sem er mikill kvikmyndarýnir var alveg þrælánægð með myndina og ég sé að ég verð að drífa mig áður en hún hættir í bíó.

Anna Ólafsdóttir (anno) 21.9.2007 kl. 01:51

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ósköp e r það notalegt að vera saknað af blogginu. Margt að gerast í lífinu hjá mér þessa dagana, og því þægilegt að skella sér í bíó til að slappa af og hlæja. Segi meira af tilverunni fljótlega.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.9.2007 kl. 14:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband