Tónlist er ótrúleg list

Kom uppnumin af sinfóníutónleikum í kvöld þar sem verið var að flytja norræn verk, Carl Nielsen, Jón Þórainsson, Sibelius og gleymdan Dana, Rued Langgaard, sem skrifaði geysimikið af verkum á fyrri hluta 20. aldar en fékk ekki eina einustu af 17 (minnir mig) sinfóníum sínum flutta opinberlega á meðan hann lifði. Frekar súrt því þessi 5. sinfónía hans var alla vega mjög áhrifamikil og lifandi. Ég er ein af þeim sem elska það sem var kallað ,,nútímatónlist" alla vega fyrir 20-30 árum, sem aðallega merkti að það var tónlist sem ekki var í stíl fyrri alda og skrifuð á 20. öld. Völuspá Jóns Þórarinssonar gott dæmi, en það var verkið sem fékk mig til að skæla á þessum tónleikum áðan. Man eftir það þegar Þingvellir bergmáluðu af sömu tónum og dynjandi kórsöng 1974, framkallaði jákvæðan hroll. Hef greinilega heyrt upptöku af verkinu síðan, gæti verið oftar en einu sinni, eða kannski er þetta bara verk sem passar svo vel við sálina að það er hægt að finnast það kunnuglegt. Ekki síðra að hlusta á þetta verk núna, einkum þar sem Elísabet systir tók þátt í flutningnum. En þetta voru tónleikar eins og tónleikar eiga að vera, skildu mann eftir uppnuminn. 

Stór hljómsveitarverk og þungarokk, þetta er gæsahúðartónlist, en auðvitað geta lítil verk um Svantes lyckliga dag eða smáverk eftir Erik Satie, Grieg eða Zappa líka breytt heiminum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt gott!

Anna Ólafsdóttir (anno) 15.9.2007 kl. 20:15

2 identicon

PS: Mér finnst alltaf svo stórkostlegt að upplifa þessi krefjandí, stundum ómstríðu, verk í live-flutningi. Það jafnast fátt á við það.

Anna Ólafsdóttir (anno) 16.9.2007 kl. 15:42

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, þetta voru mikil forréttindi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.9.2007 kl. 19:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband