Þakka ykkur öllum fyrir þátttökuna í fegurðarsamkeppni íslenskra orða

Þakka ykkur öllum fyrir þátttökuna í fegurðarsamkeppni íslenskra orða. Hugsa sér, næstum 1600 atkvæði bárust! Umræðan sem hefur verið hér á síðunum að undanförnu um falleg íslensk orð hefur verið bæði gefandi og skemmtileg. Úrslitin eru rakin ítarlegar hér á undan, en orðið ljósmóðir sigraði, kærleikur var í öðru sæti og dalalæðan (sem ég hélt með) var í þriðja sæti. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Takk fyrir þessa skemmtilegu keppni. :)

Svala Jónsdóttir, 31.7.2007 kl. 00:56

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk sömuleiðis fyrir að sýna þessu áhuga, það skipti sköpum hve margir voru einlæglega áhugasamir um keppnina.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.7.2007 kl. 08:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Anna fyrir gott framtak sem skapaði skemmtilega umræðu og varð til þess að fólk fór að velta fyrir sér orðum.  Öll orð eru af hinu góða auðvitað og mér finnst ekki leiðinlegt að orðið ljósmóðir tróni efst.  Byrjunin á lífinu, kærleikur og ljós.  Starfsheiti á elstu atvinnugrein í heimi, ekki rétt?

Kveðjur,

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 09:27

4 identicon

Ég hélt auðvitað með „mínu“orði - orðinu ljósmóðir - fram í rauðan dauðann!

Mér fannst hins vegar orðið kærleikur mjög fallegt líka og hefði alveg verið sátt við að þessi tvö orð hefði verið saman í fyrsta sæti.

Kærar þakkir fyrir þessa skemmtilegu keppni.

GG 31.7.2007 kl. 12:02

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þakka fyrir þessa skemmtilegu keppni...

Gestur Guðjónsson, 31.7.2007 kl. 14:53

6 identicon

Til hamingju með þátttökuna!  Dalalæða náði á verðlaunapallinn og þú bara komin út úr skápnum sem kjósandi hennar.  Takk fyrir mig.

Helga 31.7.2007 kl. 16:49

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta var frábær keppni, takk kærlega. Hlakka til að sjá verðlaunaafhendinguna. Þrír pallar, bikar og læti, erþaggi?

Guðríður Haraldsdóttir, 31.7.2007 kl. 20:54

8 identicon

Auðvitað er allt í lagi að finnast skemmtilegt að draga íslensk orð í dilka eftir "fegurð" þeirra.  En ekki má gleyma þeim orðum sem falla eflaust ekki undir þessa stöðluðu "fegurðar" ímynd sem boðið er upp á í fjölmiðlum en hafa þess meira gildi sjálf.

Ég er að tala um orð eins og Taða og Hrossagaukur

Kalli 31.7.2007 kl. 21:56

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Jú, ég lofa flottir verðlaunaafhendingu þegar að henni kemur. Það verður ekki alveg strax.

Umræðan um fegurð íslenskra orða hefur verið margslungin og fegurðarímyndin þar er ekkert síður forvitnileg en þegar fólk á í hlut. Hvað veldur því að fólki finnst eitt orð fallegt og annað minna. Mín uppáhaldsorð eru brynja og blikur, hvort tveggja svolítið hrjúf orð. Taða og hrossagaukur, það fyrrnefnda höfðar ekki til mín en hrossagaukur er eitt af þessum skrýtnu og skemmtilegu orðum sem mér finnast svo flott í íslenskunni. Annað slíkt er kónguló (sem sumir kalla könguló).

Fyrst og fremst er þessi keppni vettvangur fyrir umræðu um hvað fólki finnst ,,fallegt" við orð og þessi umræða hefur verið afskaplega blómleg á köflum. Einn tilfnefndi orðið ,,helvíti" en það fékk ekki brautargengi. Mér sýnist að góðleg orð þyki fallegust. Spurning hvort það séu frekar Hófí-leg orð sem eru vinsæl (barnagóða fóstran) en Lindu Pé- orð (athafnakonan með erfiðleikana)- en þarna er ég komin á svolítið hálan ís. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.8.2007 kl. 11:09

10 identicon

Orðið "digna" hefði vel sómt sér á listanum...

káhá 4.8.2007 kl. 13:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband