Ég er jafnaðarmaður, sagði Hannes Hólmsteinn í dag

Hannes skólabróðir minn lýsti þessu yfir á Rás 2 í viðtali í dag. Ég sperrti eyrun. Ekki langt síðan Hannes taldi að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur væru svo líkir að þeir ættu að sameinast. Ég skil Hannes reyndar alls ekki alltaf. Hitt er annað mál að hann hefur svo sannarlega rétt fyrir sér að Tony Blair hafi að mörgu leyti verið arftaki Thatcher og því miður held ég að hann hafi talsvert til síns máls að ekki sé svo ýkja langt á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, en það mun einnig hafa í för með sér að margir góðir og gegnir félagar í Samfylkingunni verða færðir lengra til hægri en þeir hafa ef til vill hugsað sér fyrir kosningar. Hins vegar tel ég að hann greini það rangt að andstæðurnar í íslenskri pólitík séu úr sögunni, þvert á móti magnast þær en pólarnir eru vinstri grænar áherslur versus hægri stefna Sjálfstæðisflokks og ríkjandi afla í Samfylkingu. Ég hef ekki hugmynd um hvar Framsókn stendur í þessu nema mig grunar að Bjarni Harðar eigi samleið með okkur vinstri græningjunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Betri er frjálshygginn jafnaðarmaður en grunnhygginn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.6.2007 kl. 17:17

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Lykillin að því að fatta Hannes er í 1. (eða 2. ?) tölublaði tímaritsins Þremill sem gefið var út af ungmennafélaginu Þjóðbjörg á sínum tíma. Þar lýsir hann sýnum skoðunum (þeirri frjálshyggju sem hann aðhyllist) sem Anarkisma með skinsemi.

Ásgeir Rúnar Helgason, 26.6.2007 kl. 19:59

3 Smámynd: Karl Tómasson

Frábær punktur Anna.

Bestu kveðjur frá Kall Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 26.6.2007 kl. 20:43

4 identicon

Ég held að það sé alveg rétt metið að skilin verða skýrari milli t.d. VG og Samfylkingar. Samfylking mun þróast í þessu ríkisstjórnarsamstarfi, alveg örugglega í einhverjum málaflokkum til hægri en ekki á öllum sviðum. Ástæðan? Jú, ég held að munurinn á henni og gamla Alþýðuflokknum í viðreisn í gamla daga sé að breiddin er meiri innan flokksins heldur en var í gamla Alþýðuflokknum.

En Hannes Hólmsteinn, er BARA skemmtilegur, - ég held að ég hafi nánast aldrei verið sammála honum en hef alltaf jafngaman af að hlusta á hann

Anna Ólafsdóttir (anno) 26.6.2007 kl. 20:54

5 identicon

En Hannes var ekki bara jafnaðarmaður í viðtalinu í dag.  Hann var líka umhverfissinni. 

alla 26.6.2007 kl. 22:01

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hægri anarkismi er vissulega til og ekki í neinu eftirlæti hjá mér, skynsemin er skilgreiningaratriði. Mér finnst skynsemi í því að misrétti í samfélaginu sé ekki himinhrópandi (og vildi helst hafa það ekkert) en það er varla sú skynsemi sem Hannes var að tala um. Æ, já, hann gleymdi næstum alveg að skilgreina að hann væri líka umhverfissinni, gerði þó tilraun með jafnaðarmennskuna. Þannig að það mál er dautt þar til við fáum rök, ekki satt?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.6.2007 kl. 23:45

7 Smámynd: Jens Guð

  Hannes Hólmsteinn hefur þroskast mikið með aldrinum.  Það eru heilbrigð þroskamerki vel gefins manns að slípast frá öfgum yfir í raunsærri sjónarmið.  Ég stóð mig einmitt að því þegar ég hlustaði á hann í spjalli hjá Frey Eyjólfs í dag að vera sammála Hannesi.  Sjálfur var ég lengst af marx-leninisti (var félagi í KSML) en er í Frjálslynda flokknum í dag.  Ég hefði seint trúað því að ég ætti eftir að kinka kolli undir skoðunum Hannesar og samþykkja þær.

  Núna vill Hannes staðsetja íslenska samfélagið mitt á milli sænska sósíaldemókratíska módelsins og bandarísku auðræðisuppskriftarinnar (kapitalisma).  Það er engin smá U-beygja hjá þeim ágæta manni. 

Jens Guð, 27.6.2007 kl. 01:02

8 identicon

Heil og sæl, Anna og skrifararnir aðrir !

Líkast til; er Hannes Hólmsteinn Gissurarson einhver mesti skálkur, hver um íslenzka háttu og hagi, hefir vélað á seinni árum. Tjón það, og niðurrif gilda, hverjum hann og frjálshyggju angurgapar ýmsir; hafa, óáreittir iðkað og sundur spillt alþýðunnar hagsmunum mun seint verða bætt, svo nokkru nemi.

Slíkir dárar eiga ei, að njóta fagurgala forheimskunarinnar, né nokkurra þeirra arta; hvörjum brúkast kynni, til enn verri verka, en á daga hafa þó komist, og á laggir, sérdeilis.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum    

Óskar Helgi Helgason 27.6.2007 kl. 01:57

9 Smámynd: halkatla

ég heyrði viðtal við HH um daginn í útvarpinu þarsem hann montaði sig mikið af því að hafa alltaf lesið hraðar en aðrir og að vera rosalega fljótur að lesa, og svo gagnrýndi hann bloggið og bloggara, taldi þetta allt einhverja rugludalla, hehe, en þegar ég kveikti næst á tölvunni þá sá ég að hann var einmitt byrjaður að blogga sjálfur hann er svo mikill rugludallur, thats all I can say....

halkatla, 27.6.2007 kl. 12:03

10 Smámynd: halkatla

í viðtalinu fór hann líka fögrum orðum um Davíð Oddson, ekki þessum vanalega fögru orðum um hvernig Davíð bjargar efnahagnum heldur um það hvernig Davíð elskar að bjarga öllum minnimáttar sem hann hefur nokkru sinni talað við það var einsog hann væri að lýsa allt annarri persónu heldur en þeim DO sem við þekkjum. Kannski er Davíð bara orðinn svo ógeðslega næs að Hannes finnur sig knúinn til að gerbylta tilveru sinni, pólitík og boðskap? Það er ekkert nema gott ef þeir eru að væmnast aðeins með aldrinum

halkatla, 27.6.2007 kl. 12:07

11 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Alveg sammála þér Anna mín að pólarnir hægri og vinstri eru að styrkjast og held reyndar líka að Bjarni Harðar sé í vitlausum flokk   kannski var bara auðveldast að komast að í Framsókn!

Vilborg G. Hansen, 27.6.2007 kl. 15:29

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér sýnist að þrátt fyrir að Hannes hafi tamið sér verulega mildara yfirbragð í seinni tíð takist honum enn að ýfa háar öldur, með og á móti, aðallega á móti.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.6.2007 kl. 20:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband