Sætasta stelpan á ballinu - diskótexti óskast

Eitt sinn leitaði ég til lesenda bloggsins þegar ég datt niður í texta á lagi (sem ég var ekki par hrifin af) og nú vantar mig enn að fletta upp í visku ykkar. Þegar ég var að keyra í vinnuna í morgun þá heyrði ég ekki betur en að dúettinn ,,Þú og ég" sé kominn með nýtt diskólag um sætustu stelpuna á ballinu. Látum það nú vera að það sé tilviljun að þessi texti sér að koma fram núna, en þegar ég heyrði að textinn fór út í þá sálma - rétt í þann mund sem ég beygði af Kringlumýrarbrautinni og í áttina að Valhöll - að til að ná í sætustu stelpuna á ballinu hefði blessaður drengurinn orðið að stíga ofan á tærnar á rauðhærðum náunga, sem einnig ætlaði að nálgast hana, þá fann ég fyrir ómótstæðilegri löngun til að sjá textann í heild.

Tilviljun? Já, ábyggilega, eða ekki ... ;-) kannski er einhver textahöfundur að stríða þessu ágæta diskódúói, sem ég minnist alltaf með hlýju frá því ég tók viðtal við þau Helgu og Jóhann er þau voru á hátindi frægðar sinnar. Auk þess skilst mér að Helga sé forfallin golfáhugakona (það er kostur) og eigi meira að segja eiginmann sem einhverju sinni tók að sér að leiðrétta ljóta villu sem ég var að koma mér upp, ábyggilega mjög góður golfkennari. Eins og glöggir lesendur sjá þá gruna ég þau ekki andartak um að hafa samið þennan texta með pólitískum áherslum, en hvað veit ég? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HG 29.5.2007 kl. 19:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hlustaði á þetta líka og sagði við samstarfsfólkið, nú dettur manni bara Geir Haarde í hug

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2007 kl. 20:23

3 identicon

Stundum hafa þeir rauðhærðu betur!

Geir Haarde er það ekki sá sem þarf að láta sér nægja það næstbesta?  

HG 29.5.2007 kl. 20:51

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Jú, en þetta með að stíga á tærnar á hinum, það gerði mig hugsi, kannski gleymdi hann því hérna einu sinni ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.5.2007 kl. 20:59

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er reyndar nýbúinn að gera bæði lag og texta um þetta efni með tilheyrandi viðlagi. Getur bara vel verið að ég setji lag og texta inn í bloggið mitt. Textinn er svona:  

Kosningaballinu lokið var og menn héldu heim á leið

og hjúin Framsókn og harði Geir ræddu lágt um það sem beið.

En hún virtist samt eitthvað miður sín eins og hendir stundum hér  

og hann bara´var alls ekki viss um það að hún gæti gagnast sér.

:,: Gagnast sér, gagnast sér,

að hún gæti gagnast sér :,:

Ingibjörg sá þetta og til hans Geirs þarna ákaft blikkaði

og er hann það sá, -  hann í leyni til hennar höfði nikkaði. 

Á Framsókn hann gafst þarna alveg upp, það  fýla, bölv og ragn,

og fékk sér þá næstbestu af ballinu sem að gerir sama gagn.

:,: Sama gagn, sama gagn.

Já, hún gerir sama gagn :,:

Ómar Ragnarsson, 29.5.2007 kl. 22:17

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þessi frá þér, Ómar, er náttúrulega ennþá betri ;-) - takk.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.5.2007 kl. 23:50

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ljós steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.5.2007 kl. 19:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband