Sumarþing framundan - prófsteinn á æði margt

Styttist í sumarþing og það verður aðalæfing fyrir komandi kjörtímabil. Hvort við megum eiga von á mildum áherslum eða valdhroka hinna stóru, hvernig hin stórfjölbreytta stjórnarandstaða mun virka. Ég er ekkert viss um að það sé nauðsynlegt eða æskilegt að svona ólíkir hópar stilli endilega saman strengi sína, en ég treysti okkar fólki (VG) alveg til að finna sinn stíl. Það er mikill ábyrgðarhluti að vera í stjórnarandstöðu, og því miður erum við ,,vanir menn (konur og karlar)" í því hlutverki. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Okkar fólk er fagmannlegt í stjórnarandstöðu en löngu kominn tími til að við fáum að spreyta okkur í stjórn landsins.  Ég veit að þeir veita öfluga stjórnarandstöðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 02:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband