Flot, flot, flott

Ekki hefði ég trúað því að mér þætti þriðjungur úr flotuðu gólfi svona fagur. Það er greinilega mikið verk að flota 50 fermetra og ekki tókst að ljúka verkinu um helgina, en mikill áfangi að rýma til fyrir framkvæmdum. CIMG0541Við erum öll búin að vera hrikalega dugleg um helgina (já, ég verð bara að viðurkenna það) og Simbi er ekki  (ennþá alla vega) búinn að svína allt út og setja steinsteypt kattarspor út um allt. Þannig að þótt enn sé verk að vinna þá erum við búin með meginhluta þess. Þreytt eftir góða helgi, og svo lentum við auðvitað í þvílíkri matarveislu með tengdamömmu og sænskum gestum í gær, að ljúfa lífið hefur heldur ekki verið vanrækt.

CIMG0544


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til  hamingju með helgarvinnuna. Þetta er með allra fegurstu gólfum sem ég man eftir að hafa séð!  Eiginfótaráritun Simba myndi nú ekki skemma, eða hvað? Á síðan að klæða það með dúk eða parketti?

Nei, nei, ég er ekkert að velta því fyrir mér hvort það sé orðið nægilega dimmt þarna á Álftanesinu til að hallamæla.

HG 28.5.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hallamælingar voru framdar í skjóli myrkurs og nokkrir kubbar hafa tekið við hlutverki hallamálastjóra í dagsbirtu. Gólfið heldur Ara núna þannig að við treystum því að það haldi Simba, þótt við fóðrum hann vel. Svo verður parkettið túndra sett á, þegar verkinu er lokið, en það klæðir þegar herbergi Hönnu og Óla og geymslulúsina okkar. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.5.2007 kl. 00:42

3 identicon

Mikið svakalega eru þið búin að vera dugleg. Þetta lýtur ekkert smá vel út allt saman. Maður er alveg farin að sjá fyrir endan á þessu hjá ykkur.

Fegin að simbi merki ekki þessa steypu líka. Já, Simbi tók sig nefnilega til og merkti baðherbergisgólfi, til sönnun í símanum mínum. En því var nú samt bjargað að það varð ekki varanlegt...

En dugnaðar hrós til ykkar...

Jóhanna 29.5.2007 kl. 13:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband