Heillandi hafnarborgir (mis)langt inni í landi

Eflaust er það tilviljun, en nokkrar af þeim borgum sem hafa heillað mig mest eru hafnarborgir sem ekki eru úti við strönd. Þær eru vissulega mislangt inni í landi. Það var þó ekki fyrr en ég kom til Sevilla á Spáni fyrr í vetur, að ég áttaði mig á því hvað margar af uppáhaldsborgunum mínum eiga sameiginlegt. Sevilla er 80 km inni í landi en með skipgengri á og því skilgreind sem mikilvæg hafnarborg, ekki bara á tíma landafundanna, heldur einnig síðar á tímum. Áður en ég kynntist Hamborg jafn vel og ég gerði þegar ég bjó þar lungann úr þessu ári, hélt ég alltaf að hún lægi að sjó, en nú hef ég áttað mig á því að það er áin Saxelfur sem hefur skapað henni þá stöðu sem hún hefur, sem langstærsta höfn Þýsklands. Sannkölluð Hafnarborg. Málin fara að flækjast þegar Montreal, heimaborg sonar míns í tvö ár, langt inni í landi, er skoðuð, en hún er sögð næststærsta höfn Kanada. Mín heittelskaða London er einnig næststærsta höfn á Englandi, en var einu sinni umsvifamesta höfn í heimi, og einnig hún stendur við á en ekki sjó, hina góðkunnu Thames.

Allar þessar borgir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og best að fylgja þessu eftir með myndum frá þeim öllum, af þeim ber Hamborg óneitanlega mestan hafnarborgarbraginn og gaman að týna sér í fegurðinni á hafnarsvæðinu.2013-10-05_17_34_29.jpg

20151107_123859.jpg

2015-05-16_11_47_08.jpg

20150714_133836.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband