Málmfríđur og ótrúleg ferđ norđur í land

Var ađ byrja ađ segja frá ţví í gćr hvađ ég hefđi veriđ hundheppin ađ kynnast henni Málmfríđi Sigurđardóttur fyrir meira en tuttugu árum síđan. Fór sem sagt á Málţing Möllu sem VG fyrir norđan hélt í dag. Ég er greinilega ekki ein um ţá skođun ađ kynni viđ hana séu sérstök forréttindi, ţví málţing Möllu á Akureyri í dag var ein sú einlćgasta samkoma sem ég hef komiđ á. Ţađ sem var öllum efst í huga var ađ koma ţví til skila hvađa áhrif Málmfríđur hefur haft á samtíma sinn, og ég gćti ekki veriđ meira sammála. Steingrímur J. fćrđi Málmfríđi blóm frá VGEftir ţingiđ átti ég lausan nćstum klukkutíma áđur en vélin átti ađ fara í bćinn og eyddi honum heima hjá Möllu og hún var bćđi hrćrđ og hugsandi yfir ţví sem sagt hafđi veriđ um hana, og hrćdd um ađ ţađ vćri kannski allt of mikiđ lof. - En allir töluđu af mikilli einlćgni, ertu ekki sammála ţví? spurđi ég hana, og jú, ţađ leyndi sér svo sannarlega ekki. Enda veit ég ţađ ađ allir sem hafa veriđ svo lánsamir ađ kynnast Málmfríđi vita ađ ţađ verđur seint hćgt ađ oflofa hana. Sem betur fer stöldruđu margir viđ húmorinn hennar ekkert síđur en ţann hafsjó af fróđleik sem hún er, og auđvitađ, eins og Jón Hjaltason benti á bćđi greind, gáfuđ og vitur. Jón er vćnn mađur en gaf ađeins fćri á sér međ athugasemdum á ystu nöf, ţannig ađ ţegar Málmfríđur gekk ađ honum eftir ávarpiđ og hvíslađi einhverju ađ honum, ţá lá allt í hlátri nćst ţeim. Fundarstjóri stóđ sig í stykkinu og bađ Málmfríđi ađ endurtaka ţađ sem hún hefđi sagt viđ Jón og hún gall viđ hátt og snjallt: Ég sagđi Jóni bara ađ ég hefđi aldrei sagt ađ hann vćri hálfviti!

Ţakkarávarp Málmfríđar

Takk Vinstri grćn fyrir norđan, ţetta var vel til fundiđ og frábćrlega heppnađ! Og mikiđ var gaman ađ hitta fullt af VG fólki, urmul af gömlum Kvennalistavinkonum og öđru góđu fólki. Smá Reunion tilfinning í leiđinni, ţađ var heldur ekki amalegt. Og ekki má gleyma fjölskyldunni hennar Möllu, sem ég hef bćđi notiđ gistivináttu hjá og hitt af ýmsum tilefnum hér og ţar. Framlag ţeirra til dagskrárinnar var mjög vel heppnađ, eins og bara öll atriđin.

 

 Fegurđ dagsins á leiđinni heim var ólýsanleg eins og dagurinn allur.

28. apríl 2007 4.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđríđur Haraldsdóttir

Mikiđ hefur ţetta veriđ gaman og ... mikiđ sakna ég Kvennalistans!

Guđríđur Haraldsdóttir, 28.4.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, ţetta var ólýsanlegt, ţótt ég reyni auđvitađ. Andi Kvennalistans lifir góđu lífi og býr í Vinstri grćnum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.4.2007 kl. 22:52

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gaman ađ heyra ţetta. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 28.4.2007 kl. 22:57

4 identicon

Ţetta er sćt frásögn.   Vonandi setjiđ ţiđ vinkonurnar "Ţetta sagđi ég ţér" á góđan stađ. Ţađ er orđinn langur listi!  Ef ekki til útgáfu ţá fyrir Kvennasögusafniđ!

HG 28.4.2007 kl. 23:14

5 identicon

Es. Andi Kvennalistans lifir líka međal pólitísk heimilislausra.

HG 28.4.2007 kl. 23:15

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, ég hitti nokkra pólitíska munađarleysinga međ andann í brjósti. Ţetta sagđi ég ţér, auđvitađ.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.4.2007 kl. 23:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband